Svo er það skiptingin sem er líka meistara stykki, þetta er vökvaskypting eins og er í nýja Ferrarinum, 360 Modena. Það er venjulegur gírkassi en í staðin fyrir að kúplingin sé “fótknúin” eru vökvadælur sem sjá um það þegar togað er í annaðhvort “upp” eða “niður” flappana á stýrinu, og þegar vélin er í lausagangi.
Hjarta bílsins er svo náttúrilega vélin, byggð á vélinni sem er í DB7 Vantage bílunum frá Aston Martin, hefur verið endurbætt og skilar nú 450 hestöflum, 30 hö meira en áður. En markmiðið var ekki bara að gera hana kraftmeiri, Ian Minards Vanquish verkefnisstjóri segir að þeir geti fengið hana til að skila 700 hö ef þeir vildu, en aðal markmiðið væri að gera vélina viðbragðs betri og skemmtilegri í notkun. 450 hestöfl er samt sem áður nóg til að bíllinn hafi 250 hö/tonn sem er ansi gott. Nóg til að skila bílnum upp í 340 kmh og upp í 100 á um 4.6 sek.
Þetta eru ekki endanleger tölur, það á eftir að fara aftur í gegnum vélina til að sjá hvað fleira geti verið bætt. Þangað til næsta vetur verðum við bara að bíða og vonast eftir happdrættis vinningi…
supergravity