Ok tölum um öryggi. Ég get alveg verið sammála um að þeir hafi verið byltingarkenndir bílar í öryggi en hafið þið keyrt svona bíl, mælaborðið titrar í þeim og maður fær það á tilfinninguna að vera í skriðdreka. Sem er mjög gott það er mikið öryggi í þeim, það sem ég vil segja er að MÉR finnst þeir ljótir en þetta er allt að skána hjá þeim hinsvegar það ég tel vanta eru einhver tengsl milli hönnunar eins og er gert með willis-wrangler, porsche 911, Lancer, BMW, Bens, Galant og mustang, þetta eru allir að gera halda í smá kynslóðarútlit en ekki að vappa sér í allt annan hlut. Þegar maður sér volvo núna þá veit maður ekki að það sé volvo nema að fylgjast nákvæmlega með þróuninni hjá þeim í staðinn fyrir að segja hmm er þetta mustang og svo keyrir maður að bílnum hey já þetta er mustang. Ykkur finnst ég vera að gera lítið úr volvo og mér finnst þið vera að gera alltof mikið úr volvo. En það er ekkert hægt að gera í þessu því miður vegna þess að þetta eru bara skoðanaskipti. Ég mun ekki fara að lemja einhvern dúdda þegar hann segir að t.d. lancerinn sé ljótur ég spyr hinsvegar afhverju honum finnist hann ljótur og virði þá skoðun hans. Og ef að þið ætlið að reyna að fá mig til að segja að mér finnist Volvo fallegur bara svo að ykkur líði betur með það. Þá getið þið gleymt því. Og svo getur vel verið að mér finnist einhver bíll flottur sem ykkur þykir flottur. Ég er ekkert bara að segja að hann sé ljótur svo að ég sé bara að bögga ykkur mér bara finnst hann ljótur.