volvo s60 pcc [grein skrifuð í annað skipti, hin týndist á leiðinni. Aðra og betri mynd er að finna í myndasafninu]

Volvo s60 pcc:

Volvo s60 pcc er nýr concept bíll frá Volvo. Pcc stendur fyrir Performance Concept Car, og er bíllinn smíðaður með þeim tilgangi að ýta s60 eins langt og hann kemst, auk þess að vera hýsill fyrir allskyns nýjan tæknibúnað.

Í útliti er s60 pcc fremur látlaus. Gæti jafnvel flokkast undir “Sleeper” flokkinn í mínum húsum.
Framsvuntan er gerð þannig að hún eykur loftflæði um hjólin og bætir þannig stöðugleika bílsins.
Felgurnar verða bílnum ekki til skammar. Þær eru 19” keppnisfelgur gerðar úr magnesium, líkt og btcc felgurnar. Líkjast svolítið m5 magnesium felgunum, sem er ekkert nema gott.
S60 er mjög fallegur bíll, og jafnvel enn fallegri í pcc útgáfunni, fyrir utan silfurlituðu svunturnar. Liturinn minnir á Ford Focus RS, líklegast í tísku þessi litur ;)

Undir fallegum felgum verða að vera góðar bremsur.. og þvílíkar bremsur undir þessum bíl. 380mm diskar að framan og 350mm að aftan!
Nýtt fjórhjóladrifskerfi verður prófað í pcc, en það kallast haldex. Kerfið státar af mýkri aflyfirfærslu en gengur og gerist, og er fært um að framkalla viðráðanlega yfirstýringu ef svo ber undir, en það er sjaldgæfur kostur í fjórhjóladrifsbílum.
Vangaveltur voru um það hvort bíllinn ætti að vera framdrifinn, en sem betur fer varð ekkert úr því. Aftur eða fjórhjóladrif er nauðsynlegt í svona bíl. [segir HelgiPalli allavegana]

En þá er komið að vafalaust skemmtilegasta parti þessa bíls, en það er nýja Four-C ofur fjöðrunin. Four-C stendur fyrir ContinuouslyControlledChassisConcept.
Kerfið reiknar út stöðu bensíngjafar, bremsupedala, stýris, hreyfingu og halla bílsins 500 sinnum á sekúndu og stillir fjöðrunina samkvæmt því. (já, ég sagði fimm hundruð sinnum á sekúndu!)
Ef stigið er snögglega á bremsupedalann, finnur kerfið það á sér og stífir fjöðrunina að framan til þess að koma í veg fyrir hemlunar dýfuna. Fjöðrunin er búin að stífast áður en bíllinn byrjar að bremsa, sem verður að teljast ónáttúrulega snöggt!
Ef vélin fer yfir ákveðinn snúning í hlutlausum gír/þegar kúplingin er niðri, gerir kerfið ráð fyrir droppkúpli og stífir afturfjöðrun til þess að ná betra starti.(brilljant!)

Og síðast en ekki síst, vélin!
Hún er 2.4 lítra 5cyl með túrbínu, 300 hestöfl, og 400nm, en þess má geta að nýji M3 togar aðeins 365nm.
Vélin er að standa sig vel hvað hp/liter varðar, og til samanburðar er 4.2v8 vél audi að skila nákvæmlega sömu tölum, 300hp&400nm.

Bíllinn er í sama flokki og Audi s4 hvað akstursgetu varðar, og verður gaman að sjá þessa tvo bíla prófaða hlið við hlið.
Fleiri hugsanlegir keppinautar gætu orðið: Alfa Romeo 156 GTA, Audi a6 4.2 quattro, Audi s6, Opel Omega v8…


Og meðan ég man, c70 bíllinn á víst líka að fá pcc meðferð, það verður virkilega spennandi.


-HelgiPalli