Hérna kemur evo Car of the Year 1999. (evo, tbl. 15, 2000)
Það var kosið aðeins öðruvísi 1999 en 2000. Hver dómari setti alla bílana í sæti. Sætin gáfu ákveðið mörg stig hvert og stigin frá hverjum dómara voru lögð saman til að fá lokaniðurstöðu.
1. Porsche 911 GT3 (82)
2. Ferrari 360 Modena (78)
3. Subaru Impreza RB5 (70)
4. BMW M5 (63)
5. Peugeot 306 GTi-6 (56)
6. Aston Martin DB7 Vantage (45)
7. Porsche Boxster S (38)
8. Audi A6 4.2 quattro (37)
9. Nissan Skyline GT-R V-Spec (21)
9. Bentley Arnage Red Label (21)
11. Lotus Esprit Sport 350 (19)
12. Fiat Punto Sporting (13)
Skoðið stigadreifinguna, hún er mjög athyglisverð. Sértaklega m.v. eCOTY 2000. Ferrari skilaði sér inn miklu hærra. Ástæða? Ég giska á að samkeppnin hafi verið harðari 2000. M5 í 4. ætti að gleðja einhverja. Minn persónulegi sigur er 306 í 5. og vonbrigðin mín eru Boxster S, draumabíllinn minn (í þessum heimi sem ég lifi í þ.e.) í 7. Hann hrapaði niður í prófununum á kappakstursbrautinni en sá partur virðist hafa minnkað í vægi 2000. Skyline var nýja R34 útgáfan og féll á V-Spec pakkanum. Með honum var fjöðrunin bara alltof stíf til að bíllinn réði við vegina sem bílarnir voru prófaðir á. Venjulegur GT-R hefði mögulega staðið sig betur.
Ég er hinsvegar mun sáttari við sigurvegarann árið 1999 en 2000. Athugið að fjórhjóladrifsbílar voru jafn margir 1999 og 2000 nema að 2000 vermdu þeir allir toppsætin en 1999 komst bara einn í topp 3. Aftur Subaru, aftur í 3. Tilviljun þetta, vill ég meina, frekar en nokkuð annað.
Já, og svona að lokum: 911inn var líka silfraður 1999.