Í tilefni af umræðu hér fyrir neðan um CRX og minna óska um einfaldari og léttari bíla þá athugaði ég hvar concept bíllinn BMW 1 vri staddur hjá BMW í dag.
BMW 1 línan mun líklega koma á markað á næsta ári. Bíllin verður hinsvegar talsvert stærri en CRX og engan veginn sambærilegur við þann bíl. BMW 1 á að keppa við VW Golf, Megane, Astra og þess háttar bíla
Það er hinsvegar líklegt ef BMW nær að halda sér nálægt hugmyndabílnum að þessi BMW verði stór biti fyrir keppinautana að kyngja. Ef hann verður nógu léttur, nógu basic, en samt fágaður og góður akstursbíll þá gæti þetta verið verulega góð uppskrift. Hugmyndabíllinn var nefnilega nokkuð spennandi þó menn hafi rifist um útlitið.
Chris Bangle hjá BMW hefur verið sakaður um að vera útsendari frá Benz sendur til BMW til að setja þá á hausinn, við eigum nú eftir að sjá það gerast en þangað til þá er sjálfsagt að gefa manninum kredit fyrir það sem hann er að reyna að gera fyrir BMW.
Hann veit sem er að keppinautarnir hafa staðnað í útlitshönnun og jafnvel í tækniþróun líka. Við þurfum ekki nema að skoða nýja Benza og XJ línuna frá Jagúar til að sjá að það er nákvæmlega ekkert nýtt í gangi á þeim bæjum. Hinsvegar hefur Chris Bangle innleitt nýjar línur og útlitseinkenni fyrir BMW sem að eru með öllu óskyldar fyrri tilraunum til nýrrar stefnu (Z3 og Z8 t.d.). Ekki nóg með það heldur hefur hönnunardeild BMW verið að fikta við hugmyndir um ósymmetríska bíla og það virðist sem sú hugmynd muni fá mikið vægi í innanrými í 1 seríunni.
Í hugmyndabílnum var áklæði strekt yfir grind í stað hefðbundins mælaborðs úr plastefnum, þetta hlýtur að skila léttari bíl og minni kostnaði – ég er hinsvegar vantrúaður á að þetta skili sér í framleiðslu útgáfuna. EN ég trúi samt BMW til að láta vaða þar sem þeir hafa farið ótroðnar slóðir hingað til við útlitshönnun á t.d. Z4 og nýrri 7u.
Þetta þýðir líka að ef þeir ætla að keppa við VW Golf þá erum við að sjá BMW sem verður falur á innan við tvær milljónir og hann verður líka afturhjóladrifinn með 4 strokka velar og M gerðin að öllum líkindum með sex strokka vél þó það sé óvíst.
Bíllinn mun verða fáanlegur í sem coupe og blæjubíll en þá er líklegt að hann muni fá nafngiftina 2 series – líklega til að forðast að bendla þennan nýja bíl við gamla M1 og líka til þess að færa dýrari bílana aðeins upp á við markaðslega séð.
Veit einhver um ódýrari afturhjóladrifs bíl - nýjan þ.e.a.s.?
vélarnar verða 1.8 og 2.0 86-107 KW (115-144 hestöfl) og svo líklegt að M1??? verði fáanlegur með 240 hestafla vél.
Hér erum við að tala um að hugsanlega verði fáanlegur M BMW í stíl við gamla E30 M3… og það á verði sem líklegast myndi keppa við Imprezu WRX eða eitthvað í þeim dúr.
Fyrir mína parta verð ég að segja að í fyrsta skipti í langan tíma (fyrir utan RX8) þá vaknar áhugi minn á nýjum bílum.