Ef einhverntíman hefur verið birt könnun sem að vantaði “Gemmér stig” svar í, þá var það umrædd BMW vs Benz könnun.
Mercedes Benz er ekki beint bíltegund sem kveikir á mér. Margir af þeirra eldri bílum æastu mann upp og nú loks eftir langa gúrkutíð sér maður bíla frá þeim sem manni gæti langað í. Þetta eru að sjálfsögðu C og S bílarnir. Vandaðir lúxusvagnar.
BMW hefur viljað kalla bílana sína “The Ultimate Driving Machine” og hafa stundum meira að segja lagt sig fram við að gera þessi orð að sannleika. Við höfum séð þá skapa “sports saloon” hugtakið með 2002 bílnum. Búa til einn frábærasta akstursbíl heims með upprunalega M3 bílnum og gera suma bestu übersportsedan bílana með M5 línunni. Vandamálið er hinn venjulegi BMW, þessi sem við sjáum að jafnaði á götunni. Allt of oft sér maður 316/318i með dökkum rúðum, 17“ álfelgum og fake tvöföldu pústi! Venjulegi BMWinn er oft fremstur meðal jafningja í akstursgæðum en það er ekki málið. Hann lifir á orðstýr stærri bræðra sinna og það er einmitt það sem Gulla Græjugæja vantar undir spoilerkittið og tvöfalda bassaboxið. Hann er að borga umframpeninginn sem BMW rukkar fyrir ímynd og snobb. Það er þetta sem er að gera gengi ”The Ultimate Driving Machine“ að engu í augum fjölmargra spordellukalla. Við vitum að BMW getur búið til frábæran bíl ef verkfræðingarnir þeirra fá það bara. Þess á milli eru þeir uppteknir við að endurvinna gömul fjöðrunarkerfi í sell-out Z3 ”sportbíla" fyrir sólbaðsstofutöffara eða búa til eitthvað hálfkák eins og Z8. En nóg um Z8, lesið bara Retró greinina mína því ég gleymdi honum grenilega úr henni!
Það er bara alltof sjaldan sem þjóðverjar hafa búið til bíla sem eru FALLEGIR, búa yfir sjarma og fá hjartað til að slá hraðar! Sem dæmi þá er ég mjög á móti sjálfskiptingum. Einn besti sportsedan í heimi er vafalaust M5, einungis fáanlegur beinskiptur. Jaguar XJR er bara til sjálfskiptur og er örugglega ekki alveg jafn öflugur. Ef ég mætti velja myndi ég þó líklegast taka Jaguarinn, hann hefur sjarma sem fáir BMW geta státað af. Bíddu við, leyfðu mér að velja á milli einhvers BMW og Golf MkII GTi og útkoman er alls ekki ráðin! Þetta er það sem hefur vantað hjá þessum tveim þýsku kóngum: tælandi bíla. En örvæntið ekki því það eru fleiri þýskir bílar en Benz og BMW. VW/Audi hafa verið duglegir undanfarið þótt að þeir hafi kannski ekki lokaorðið sportbílagerð.
Porsche hinsvegar er þriðji kóngurinn. Þeir hafa lengi framleitt vandaða og fallega bíla sem fá hjartað til að slá hraðar. Það eru fá merki framan á húddinu sem eru jafn eftirsóknarverð og Porsche merkið. Samt eru fáir bílar í þessum klassa jafn raunhæfur draumur fyrir meðalmanninn og Porsche. Þar sem BMW hefur oft vakið upp falsvonir hefur Porsche ávalt lofað stóru sem þeir hafa staðið við og gott betur. Frábærir aksturseiginleikar og tækni á heimsklassa prýðir þessa almennt sterkbyggðu bíla og já, útlit sem sker sig úr. Það lítur enginn annar sportbíll út eins og 911!
Ég kýs Porsche. Hann var bara ekki á atkvæðaseðlinum svo ég skila auðu.