Nei ég á ekkert í þessum Golf! En ég verð að segja það að mér finnst það ákveðin hræsni af manni sem á ekki einu sinni bíl að vera tjá sig hér á vefnum og gagnrýna allt og alla virðist vera. Þú gagnrýnir þá sem vilja kannski ekki bara power heldur finnst gaman að eiga fallega, breytta og öðruvísi bíla! Jú jú auðvitað leynast mistök þar innan um eins og alltaf en margir af þessum bílum eru virkilega flottir! Þar má sem dæmi nefna Hondan Vti frá Glaciar Motorsport, hún er drullusvöl, ég meina hvað með það að hún sé með einkanúmerið Type R, strákurinn sem á hana er greinilega búinn að hafa fyrir því að gera honduna sína flotta og hún er það! Ok límmiðarnir á bílnum eru ljótir en framsvuntan er flott og einnig er hljóðið í bílnum flott líka! Ég efa að það séu margar flottari hondur á landinu!
Einnig talandi um kraftlausari bíla, þá er Extreme boran flott líka! Ég meina þó að þetta sé ekki fljótasti bílinn á götunni, þá fær þessi bíll greinilega mikla athygli miðað við hvað er búið að skrifa mikið um hann! Ég hef séð þennan bíl eins og allir aðrir virðist vera og ég verð að segja það að mér finnst þessi Bora vera sú flottasta á götunni! Ég meina gaurinn nennti allavegana að gera hana flotta og setja í hana græjur, það eru ekki allir sem myndu nenna því og bílinn er töff.
Svo eru náttúrulega til aðrir bílar eins og Subaro Imprezan frá Aukaraf með DLS einkanúmerinu!! Hann er drullusvalur en ekkert mjög breyttur að utan, hann leggur peninginn í græjur og kraft en sleppir að mestu leyti ytra “looki”.
En ég hlakka bara til að sjá hvernig bíl BMW verður á þegar hann loksins kaupir sér bíl, við skulum vona að hann verði sér ekki til skammar!