Porsche 924.

Hönnun á Porsche 924 byrjaði 1972 í verksmiðu Porsche í Þýskalandi. Hönnunin á bílnum var í samvinnu við VW/Audi. Bíllinn var að mestu leiti hannaður af VW/audi en átti að mestu að vera framleiddur af Porsche. Hann var hugsaður sem sportbíll fyrir þá sem voru ekki mjög efnaðir en vildu eiga Þýskann ”VW Porsche”.
Yfirbyggingin eða boddýið á bílnum var samvinna þeirra beggja en vélin og gírkassinn var framleidd af Audi fyrir VW. Allt kramið í bílnum var einnig frá VW.

Þegar bíllinn átti loksins að fara í framleiðslu dró VW sig útúr verkinu og lét Porsche “sitja uppi” með alla framleiðslu á bílnum. Þannig að Porsche tók að sér að framleiða bílinn í verksmiðjum sínum en keyptu vélarnar og gírkassana frá VW því bíllinn hafði verið hannaður utan um allt kramið frá VW og Audi.

Fyrstu bílarnir rúlluðu útaf færibandinu árið 1976 og báru aðeins Porsche merkið. Fysrtu bílarnir rokseldust og hafði Porsche ekki undan að framleiða þá, enda voru þetta ekki mjög öflugar verksmiðjur hjá þeim þá.

924 var valinn bill ársins 1977 og fékk mjög góða dóma allstaðar. Hann var eyðsluminnsti bill í sínum flokki og með skemmtilegustu aksturseiginlekanna. Hann seldist þó ekki mikið til Bandaríkjanna, mest í Evrópu enda voru ameríkanarnir voru ekki mikið fyirr svona litla bíla.

924 var aldrei talinn alvuru sportbíll, enda var hann ekki kraftmikill. Hann var meira ætlaður sem innanbæjarbíll frekar en Autobahn skutla. Það var eiginlega bara vélarstærðin sem setti hann í þennan flokk því hann hafði bara 125hö í húddinu en hafði aksturseiginleika á við margfallt dýrari og flottari bíla. Reyndar var ekki til skemmtilegri akstursbíll á þessum tíma og enginn hafði betri “cornering performance” því bíllinn var með fullkomna þyngdardreifingu á hjólin eða 50/50%.

Bíllinn var með vélina framí en 4gíra gískassinn var hafður aftrí undir skottinu til að hafa jafna þyngd á hjólunum. Þyngd að framan er 50% og að aftan 50% sem gerið það að verkum að bíllinn liggur mjög vel.

Vélin er vatnskæld VW 4cyl 2,0ltr vél sem skilaði 125hö, 150nm við 3500rpm. Við vélina var eins og áður segir 4gíra gískassi sem er í skottinu, og drifskaft á milli velar og gírkassa liggur inní miðjustokknum á milli sætanna.



Upplýsingar:
Boddy……&#8230 ;…………………&#823 0;……………….stál
Þyng d…………………&#823 0;…………………&#82 30;….1168kg
Hjólhaf…………& #8230;………………… …………….2400mm
Lengd&#8230 ;…………………&#823 0;…………………&#82 30;..4212mm
Breidd……………& #8230;………………… …………..1684mm
Hæð…… …………………&#8230 ;…………………&#823 0;.1270mm

0-62mph…………… …………………&#8230 ;………..11sek
0- 1/4m…………………&# 8230;…………………& #8230;….18sek
Hámarkshraði………& #8230;………………… ………..200kmh

Heimildir: www.flat-6.net

G.G.E.


( næsta grein verður um 944, en hann er stóri bróðir 924:)
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96