Árið 1988 tóku sig saman tveir verkfræðingar, Gordon Murray og Ron Dennis ásamt fleirum, til að smíða þennan bíl. Árið 1992 var Mclaren F1 fysrt sýndur. Með verðmiða upp á 72.960.000 íkr (640 000 sterlingspund) og aðeins 100 bíla til að framleiða, var tilgangurinn ekki til að græða, heldur að gera besta götubíl allra tíma. Það tókst. Bíllinn er með 6.3 l V12 frá BMW sem skilar 627 hö og 479 LB ft af togi (veit ekki í NM). Hann kemst upp í 384 kmh. og er um 3.3 sek upp í 100 kmh. McLaren F1 var kosinn bíll aldarinnar af lesendum EVO í febrúar 2000.
En þetta er ekki búið enn. TVR eru núna að fara að framleiða bíl sem kallast TVR Speed 12, 800 hö, ætla að gera einn eða tvo á mánuði og mun kosta um 17-18 millur. Hann er svipað þungur og F1inn svo hann ætti að komast hraðar (hefur ekki verið mældur), en hröðunin er ekki víst að verði bætt vegna þess að vélin er að framan á TVRinum en í miðjum F1 bílnum sem þykir betra upp á grip.
Það verður gaman að sjá hvað Ferrari, Lamborghini og Bugatti gera, en þeir eru allir að fara að setja á markaðinn nýja bíla fljótlega.
supergravity