Mig hefur lengi langað að tjá mig um þetta málefni og þar sem að ég á frí í dag held ég að ég láti bara verða af því enda er þetta eitthvað sem varðar alla.
En þannig er nú mál með Íslendinga(og jafnvel fleiri þjóðir) að við virðumst líta á það sem sjálfsögð mannréttindi að hafa bílpróf. Svo sjálfsögð mannréttindi að það virðist tekið fram yfir öryggi í umferðinni. Tryggingaiðgjöld eru algerlega út úr kortinu vegna þess að allt of mikið af óhæfum ökumönnum eru í umferðinni.
Það yrði ekki vinsæll þingmaður sem bæri upp þá tillögu að afturkalla öll ökuskírteini þeirra sem ekki stæðust skriflegt og verklegt bílpróf, og það bílpróf væri til þess fallið að skilja hysmið frá kjarnanum, en sagan myndi eflaust dæma þann þingmann vel.
Eflaust myndu einhver réttingafyrirtæki fara illa á því og ýmis þau fyrirtæki er tengjast bílum eins og olíufyrirtækin en réttlætir það allt?
Það yrði heldur ekki vinsæll ökukennari sem segði bara: “Því miður væni/væna þú ert bara ekki hæf til að aka bíl í umferðinni”. En það er hinsvegar eitthvað sem ökukennari ætti að gera. Ökukennarinn á að kenna einstaklingum að aka, ekki bara að ná bílprófinu. Sérstaklega fyndist mér asnalegt ef að ökukennarinn léti mann rúnta einhvern hring og segði alltaf: “passaðu þig hérna, það eru miklar líkur á því að þú keyrir hérna í gegn í bílprófinu”. Þarna er ekki verið að kenna einstaklingum að aka einvörðungu að standast prófið.
Ennfremur mætti prófið vera þyngra og ná yfir fleiri þætti en bara innanbæjarakstur. Eflaust er talið að ökukennari hafi farið sérstaklega í ýmsa þætti og ekki þurfi að prófa úr þeim en það er hreint og beint asnalegt. Allt of margir ökukennarar skrifa ekkert í ökunámsbækurnar fyrir það hvað hefur verið æft.
Að loknu bílprófinu(sem flestir ná) fara svo hinir nýju ökumenn, hæfir eður ei, út í umferðina. Þá er ekkert ólíklegt að nokkur hluti þeirra komi til með að valda slysum stórum eða litlum. Einföldum slysum sem vanhæfni þeirra veldur líkt og að virða ekki hægri rétt. Það virðist því miður vera allt of algengt. Ef að fólk sér ekki biðskyldu eða stöðvunarskyldumerki þá þarf það ekki að stöðva, hægri réttur, hvað er það? Hér á ég ekki bara við unga ökumenn sérstaklega tek ég eftir því að þegar svínað er á mig þar sem að ég á forgang (hægri forgangur(réttur)) þá eru ökumennirnir yfirleitt konur á aldrinum 30-50(fordómar?) þetta er einmitt sá þjóðfélagshópur sem ég tel að sé kærulausastur, óháð kyni.
Ýmsar sögur hef ég heyrt um það hvernig tryggingafélögin koma fram við þá sem lenda í því að á þá er keyrt þar sem þeir eru í rétti(hvort þær eru sannar eður ei veit ég ekki um en nokkrar slíkar hafa birst á korkum hér). Borgi einvörðungu út bætur í jafnháar þeirri upphæð sem bíllinn er metinn á. Mér fyndist helvíti hart að missa ástkæra bílinn minn sem að ég hefði átt í fleiri fleiri ár, einvörðungu vegna þess að eitthvert fífl virti ekki umferðarreglur og dúndraði í hliðina á bílnum, ennþá sárara fyndist mér að tryggingafélag viðkomandi segði:”bíllinn þinn er metinn á 0kr, þú færð ekkert”.
Við hinir óhæfu ökumenn, skilum inn ökuskírteinunum okkar það er svo miklu miklu betra fyrir alla:D
Kveðja Magnicum