Hvað er gósenland sportbílafólks? Og þá meina ég hvað varðar framleiðslu á sportbílum.
Ekki einu sinni reyna að svara Þýskaland og þó Ítalía sé betra svar (ef þig langar ekki í Ferrari þá langar þig ekki til að lifa) þá vill ég meina að það sé ekki rétt heldur.
Í Bretlandi er lang mesta gróskan í sportbílaflórunni og hefur kannski alltaf verið. Ef við nefnum bara framleiðendur sem hafa (með MJÖG litlum útúrdúrum) framleitt sportbíla þá hlóta allir að þekkja allaveganna Aston Martin og Lotus (stofnandi Lotus, Colin Chapman er einn mikilvægast maðurinn í sögu sportbíla). Svo þekkja vonandi einhverjir Jensen.
En alltof fáir hér á landi kannast við framleiðundur eins og TVR og Caterham og varla nokkur þekkir t.d. Marcos og Noble eða jafnvel Strathcarron, Atom og Westfield. Þessi fyrirtæki flest smíða fáa bíla á ári en bjóða allir upp mikla sportbíla fyrir sanngjarnt verð. T.d. TVR gerir bara 2000 bíla á ári og flestir þeirra eru með um eða yfir 300hp/tonn og á verði í kringum dýrari gerð af Boxster í Bretlandi.
Og til að sannfæra þá sem efast má nefna það að helsta söluvara Caterham er nútímaleg útgáfa af Lotus 7 hannaðri af Colin Chapman á 6. áratugnum. Öflugasta útgáfan af þessum bíl heitir Caterham Super Seven Superlight R500 og sá bíll á sneggsta hring í kringum hina erfiðu Nurnburgring Nordschleife braut sem farinn hefur verið af venjulegum framleiðslu bíl. Það væri að bera í bakkafullann lækinn að romsa út tölum um þetta tryllitæki. Kíkið frekar á
http://www.caterham.co.uk
og
http://www.tvr-eng.co.uk
og sannfærist.
Rule Brittania!
Mal-3