Jaguar verksmiðjurnar sem Ford á hafa verið að hanna F-týpu svokallaða og er concept roadster en hann heppnaðist svo vel að ákveðið hefur verið að henda honum í framleiðslu.
Þetta er fimmta módelið í sögu Jagúars en þetta mun vera álíka bíll og Benz SLK og BMW Z3 og segjast þeir nú vera að koma inn á sportbílamarkaðinn síðan um 1950-1960.
Hann mun taka við af XK 120 eða e-týpunni og mun þessi bíll verða kallaður F-TYPE roadster hjá Jaguar. Persónulega finnst mér þessi F roadster bíll hjá Jaguar rosalega vel heppnaður, hann er sportlegur og mjög fallegur.