BMW er loksins búið að gefa frá sér myndir og upplýsingar um nýju fimmuna E60 og ákvað ég af því tilefni að henda saman smá samantekt á því sem kemur fram þar.

Þær vélar sem staðfest er að verði fáanlegar í nýja bílnum eru 2.5 og 3.0 lítra inline 6 vélar (ekki ólíklegt að þeir bjóði líka 520 útgáfu í evrópu sem er að mér minnir 2.2 lítra eða eitthvað þar í kring). Einnig verður líka fáanleg 4.5 lítra V8 vélin úr nýju 7 línunni með valvetronic og double vanos tækni sem ætti að skila sér í mjög sprækum pakka. Dísel vélarnar verða að sjálfsögu til staðar, það verður allavega boðið uppá 3 lítra vélina og örugglega 4 lítra líka en hún hefur einmitt fengið gríðarlegt lof og margir prufuökumenn sagt að þeir mundu frekar fá sér 740 dísel heldur en 745i.
Bíllinn kemur standard með 6 gíra sjálfskiptingu en verður einnig fáanlegur með 6 gíra sjálfskiptingu, ég sá líka mynd þar sem hann var sýndur með SMG (Sequential Manual Gearbox; beinskipt sjálfskipting með rafeindabúnað sem stýrir 6 gíra beinskiptingu með m.a. pedölum í stýrinu, en einnig hægt að láta hana vera í venjulegum auto ham). Sjálfskiptingarnar verða allar á hefðbundnum stað en ekki í stýrissúlu eins og í 7 bílunum.
Bíllinn er að öllu leiti stærri sem á þá helst að skila sér í bættu innanrými en hann er samt léttari og stífari en áður, þá helst útaf mikill notkun áls í byggunu hans. Fjöðrunin er einnig að öllu leiti byggð úr áli.
Að sjálfsögðu verða allskonar gizmo og skammstafanir sem fylgja pakkanum og það helsta verður þá líklega:
HUD display: varpar aksturshraða og öðrum upplýsingum sem óskað er eftir á framrúðuna í sjónlínu ökumanns.
AFS/Active Front Steering System: Kerfi sem stýrir því hvað hjólin beygja mikið eftir því hvernig og hversu hratt er verið að aka, þannig er t.d. snúnings hlutfallið mun minna í borgarakstri en úti á vegi sem skilar sér í miklu liprari og næmari aksturseiginleikum.
DSC/Dynamic Stability Control: Stöðugleika kerfi BMW
Adaptive Headlights: Aðalljósin fylgja stöðu stýrisins, þ.e.a.s. beygja með stýrinu.
AAC/Active Cruise Control: Radarstýrt cruise control sem gerir það þægilegra að nota cruise controlið í mikilli umferð auk þess að auka öryggi þess yfir höfuð.
I-Drive: Stýring fyrir upplýsinga,þæginda og afþreyingarkerfi bílsins, útgáfan sem kemur í 5 línunni verður endurhönnuð vegna kvartana um að kerfið hafi verið of flókið í 7 línunni.
Active Roll Stabilization: Stillir fjöðrun af í beygjum til að auka stöðugleika.
Svo er allskonar föndur í viðbót eins og sér miðstöð fyrir afturfarþega og run-flat dekk og guð má vita hvað.
Útlit bílsins markast mjög af stefnunni sem var sett með nýju 7 línunni og Z4 (innréttingin er mjög svipað hönnuð og Z4) sem skilar sér í því að bíllinn er mjög sérstakur og fær á sig love it or hate it stimpil. Mér persónulega finnst hann gífurlega fallegur og Chris Bangle á heiður skilið fyrir að hafa náð að marka BMW mikla sérstöðu á markaði sem mér finnst einkennast af keimlíkum bílum. Fólk tekur líka alltaf eftir þessum bílum, ef þú mætir t.d. nýrri 7 þá líta flestir við og skoða hann betur, sama hvort þeim finnst hann flottur eða ekki meðan t.d. nýju bensarnir renna frekar ljúft framhjá. Og þó margir séu neikvæðir gagnvart þessum breytingum þá finnst mér að fólk sé frekar að jafna sig á þessu og sé farið að sjá ljósið frekar en hitt.
Svo er bara að bíða eftir M5 með 500 hö V10 vélinni sinni og sjá hvað hann gerir, mér skilst líka að það eigi að koma seinna meir með fjórhjóladrifs möguleika fyrir þessa bíla og auðvita station útgáfa.

Bottom line, nýr bíll sem er að taka við af goðsögn… en ég held að hann sé alveg í stakk búinn til að takast á við verkið og mér hlakkar mikið til að fara að sjá sona bíla á götunum hérna (á held ég að fara á sölu í evrópu í júlí).

Helstu heimildir germancarfans.com, bmw2002.co.uk og heilabú höfundar.

P.S. ég mæli eindregið með því að það setjist einhver niður og skrifi grein um væntanlega 6 línu…