Ég sendi inn könnun um daginn til þess að reyna að komast að því hverjir væru hættulegastir í umferðinni. Niðurstöðurnar liggja fyrir. Alls kusu 188 manns, og fannst flestum 17 - 20 ára strákar (26%) vera hættulegastir. Í kjölfarið fylgja stelpur með 20%, en þar var átt við almennt stelpur, ekki einhver sérstakur aldurshópur. Konur eldri en 51 árs fengu 19% atkvæða en karlar á sama aldri fengu einungis 5% atkvæða. Svo var valkostur fyrir aumingja sem 21% völdu, en það var að allir væru hættulegastir í umferðinni.
Það sem ég var að velta fyrir mér þegar ég sendi inn þessa könnun var hvort að það væri bara unga fólkið sem æki glæfralega og væri þess vegna hættulegast í umferðinni, eða hvort gamla fólkið væri hættulegra í umferðinni því það keyrir ekki í samræmi við alla hina. Þótt þessi könnun leiði í ljós að hugarar telji konur almennt vera verri bílstjóra, og þá sérstaklega gamlar konur, þá fá strákar sem eru nýkomnir með bílprófið samt mestan fjölda atkvæða. Það segir mér að fólk telji að þeim stafi meiri ógn af ungu strákunum heldur en gamla fólkinu.
Ef að kenning mín um að gamla fólkið væri það sem gerði ungt fólk hættulegt í umferðinni hefði líklegast allt gamla fólkið fengið flest atkvæðin og telst þar af leiðandi sú kenning hafa afsannast hér með. En ég er bara forvitinn, hvað finnst ykkur?
Er það gamla fólkið sem er hættulegast í umferðinni af því það veit ekkert hvað það er að gera, eða eru það unglingarnir því þeir halda að þeir geti allt?