Renault 5 Turbo 1 Það hafa verið framleiddir margir kraftmiklir bílar um tíðina og margir þeirra verið svokallaðir úlfar í sauðagæru en fáir jafn skuggalegir og Renault Five Turbo One. Þegar bíllinn var fyrst kynntur þá líktu margir blaðamenn kynningu R5T árið 1981 því við að frétta að amma væri launmorðingi eða að púðluhundur nágrannans æti rottweilerhunda.

Ýmislegt lá að baki geðveikinni við að breyta Renault 5 innkaupakörfunni í eitt bilaðasta tæki sem komið hefur á götuna. Renault vantaði rallybíl og reglurnar kváðu um að hann þyrfti að byggja á götubíl. Five hafði nú þegar vél og kassa fyrir framan ökumann svo það var nokkuð lítið mál að snúa þessu við og henda öllu draslinu fyrir aftan ökumannin þarsem aftursætin voru áður. Þar með var búið að breyta saklausa FF smábílnum í MR óargadýr með attitude frá helvíti.

Þeir sem prufuð bílinn í fyrsta sinn skildu oft ekki í byrjun hvað fólk var að vandræðast með þessa bíla, þetta var nú einu sinni bara 1.4l pushrod vél með ekki nokkurn vott af sportlegum töktum og hröðunin var nú ekkert til að hrópa húrra yfir. Þessu hélt fólk fram þar til krílið datt í 4000rpm þegar gersamlega allt varð vitlaust án nokkurrar viðvörunnar og innkaupakerran þaut að stað með ógurlegu turbo-hljóði. Þótt vélin hafi verið lítil og gamaldags þá var hún ótrúlega sterk sem bauð upp á töluvert meira afl. Því þurfti Renault aðeins að auka bústið meira þar til aflið var nægjanlegt sem var um 300 hestum í rallybílnum en fyrir almenning var lítið mál að ná öruggum 200 hestum.

Það var þó ekki bara vélin sem var það eina skuggalega við þennan bíl því breitt boddyið og stutt hjólhafið olli því að bíllinn tók svo mikla kippi að Porsche 911 virtist vera frekar rólegur bíll í samanburði. Samt er talað um að góður ökumaður við góðar aðstæður gæti keyrt þennan bíl hraðar en nokkrum manni gæti dottið í hug og hvað þá með Renault 5 merki.

Five Turbo var vel aðskiljanlegur venjulega Five þar sem Turbo var á breiðari dekkjum á álfelgum, með breiðara boddy með spoilerum, hafði annað mælaborð og í öðrum litum. Bíllinn var svosem ekki stór en hann var 3466mm langur, 1752mm breiður með 2430mm hjólhaf og 940kg að þyngd. Vélin var ansi athyglisverð, 4cyl 8 ventla 1397cc sem skilaði 160hö við 6000rpm og 217Nm við 3250rpm. Þetta nægði til að henda 940kg kvikindinu í 100kmh á rúmum 7 sek og í allt að 200kmh. Eitthvað varð svo að stoppa bílinn og halda honum á veginum en 240mm diskar voru allan hringinn, torsion bar að framan, gormar að aftan og anti-roll bar að framan og aftan.

Five Turbo One var kallaður One í seinni tíð til að aðskilja hann frá fjöldaframleiddum Five Turbo Two sem kynntur var árið 1985 en hann var töluvert rólegri eða um 120hö. Í dag eru þessir bílar mjög eftirsóttir og eru að seljast á ótrúlegu verði og hafa hlotið vissan cult status í bílaheiminum.
I WAS BORN FOR DYING!