Ferrari Enzo
Árið 2002 , í Mars var hann fyrst sýndu, og þá byrjaði Ferrari að smíða nýjan, ofursportbíl sem hefur einnig takmarkað upplag, sem þýðir að einungis verða búnir til 349 eintök. Þótt órtrúlegt megi virðast þá eru öll þessi eintök seld. Og kostar stykkið 670.000 dollara, sem eru 53.600.000 milljónir ísl. króna (miðað við það að dollar sé 80 krónur).
Aðrir bílar Ferrari sem hafa verið seldir í takmörkuðum upplögum eru Ferrari F50 (ár: 1995) , F40
(ár: 1987)og 288 GTO (ár: 1984). Þegar þessi bíll sást fyrst á götunni var Ferrari búnir að gefa bílnum
svokallað \“codename\”, sem er project FX, (einnig hafa sumir haldið að þetta væri F60, en hann kemur víst ekki fyrr en 2007 eða 2008, samkvæmt mínum heimildum).
Bílinn: Ferrari Enzo er byggður mikið á Formúla 1 bílnum, enda er hann oft sýndu við hlið hans. Og glæsileikinn leynir sér ekki. Bílinn er smíðaður úr carbon fiber \“body\”, sem var einnig notað í Ferrari F50, og gerir það að verkum að bílinn sé einungis 1365 kg. og miðað við það er hann á 476 hö. á tonn (1000 kg.)
Ný vél er í þessum bíl, L140 sem er 12 strokka , 48 ventla, með 5998 cc, (6 lítra), þessi vél hæfir ofursportbíl enda er hún 668 hestöfl, sem skilar bílnum frá kyrrstöðu uppí hundraðið á 3.65 sekúndum, og það telst alls ekki slæmt. Með svona afl í \“skottinu\” er hægt að koma bílnum yfir 350 km/klst
hraða, einhverstaðar las ég um það að einhverjir sem voru að prufukeyra bílinn komu honum í um 400 km/klst, sem má alveg taka trúanlegt, þar sem 350+ km/klst er aðeins reiknaður hámarskhraði. 668 hö eru við 7800 rpm, þannig að það er örugglega hægt að snúa vélinni hraðar en maður telur það nú ekki ráðlegt. Bosch er með hlut í þessum bíl sem er rafræn innstpýting, sem er notuð til þess að gera bílinn meðal annars hljóðlátari.
Gírkassinn og fl. : Þessi bíll er með sex-gíra kassa, svipaðan og er notaður í Formúla 1 bíl Ferrari, það órtúlega með þenna gírkassa að það tekur 0.15 af sekúndu að skipta um gír, eða 150 millísekúndur.
Í stýrinu er svo ljósdýóður sem gefa til kenna hvenær þarf að fara að skipta um gír, ef þú ert kanski ekki að hlusta á bílinn. Skiptingin í stýrin er svokölluð hálfsjálfvirk, en það gerir það mun auðveldara og stundum skemmtilegra að skipta bílnum. Litil bílsins eru einungis Rosso Corsa (\“Ferrari - rauður\”), og er það víst svo að einhver milli fór í mál við Ferrari samsteypuna til þess að fá bílinn með lit sem hann valdi og leðri sem hann valdi, ekki veit ég hvernig það mál fór frekar, en þetta gerði maðurinn.
Öryggi: með svona mikið afl í höndum þarf nú að vera auðvellt að stýra og hafa stjórn á bílnum, með bremsukerfi frá Brembro, og góð belti í sætum bílsins þarf ekki að hafa neinar rosalegar áhyggjur ef bílinn er rétt notaður. Eins og sumir vita þá hefur ekki bílinn vindskeið, annaðhvort útaf því hversu vel hannaður með tilliti til loftflæðis og þessháttar, eða þá að vindskeiðin er undir bílnum, en því miður hef ég ekki vitneskju um það eins og er. Þetta er mjög skemmtilegur bíll að öllu leyti, en verst að ég get ekki keypt mér einn.
Margar skiptar skoðanir eru um Ferrari Enzo en mér finnst þetta alveg æðislegur bíll, og væri svo sannarlega til í að eiga einn.