The Matra-Simca Bagheera:
Árið 1972, Bíl framleiðandinn Matra gerði samning við Chrysler til að hagnast á viðskipta samböndum þeirra. Chrysler fannst þeir hálfvandræðalegir með að hafa v-4 ford í seríu sinni, og nýr bíll var framleiddur. - Stefnan var sett á að gera bíl sem var mun rennilegri og sem hafði mjög litla vind mótstöðu. En Matra sem höfðu verið gjarnir á að nota alltaf fleirri en tvö sæti notuðu núna þriggja sæta lausn og þarmeð var Matra-Simca Baghera fæddur (þess má geta að hann var nefndur eftir tígrinum í Jungle Book). Matra íhugaði að hafa stýringuna í miðjunni (einsog núverandi McLaren F1 hefur) en gafst upp á þeirri hugmynd, líklegast útaf það myndi gera þeim ómögulegt að nota parta úr öðrum venjulegum bílum, og þar með gera bílinn min dýrari í framleiðslu og ekki ná markmiði sínu en það var að gera bílinn frekar ódýran.
Í upphafi notaði hann Simca-1100TI (1294 ccm) vél en lága vind mótstæðan og hversu léttur hann var gerði hann nokkuð snöggan. Höndlunin var alveg einstök og var bílnum tekið opnum örmum af mörgum bílaáhuga mönnum um allan heim. Þess má geta að bíllinn vann verðlaun árið 1974 fyrir fallegustu og hagkvæmustu hönnun en þar var hann að keppa við bíla einsog Lancia beta og Ferrari 308 GTB. (þetta var sennilega eina skiptið sem Matra vann Ferari :)
Rancho kom seinna í línunni á eftir Bagheera en hann leit mjög svipað út og Simca 1100 en með breyttan aftur enda
Á sjöunda áratugnum var Bagheera farin að sjá samkeppni en það kom þá fljótt í ljós að krafturinn var að skornum skammti, en þá var sett ný tegund á markaðinn árið 1976 en það var Bagheera-S en hann hafði 1442 ccm vél sem var enn úr Simca bíl, hæun skilaði 90 hestöflum. Ekki löngu eftir það var enn annar bíll settur á markað en það var Bagheera Mk-II hann hafði fengið smá breytt boddý einkum lengra nef og stuðara og þessa 1442 ccm vél. Bíllinn fór 0-100 km/h á 11.6 sekúndum, nóg til að ná keppinautunum.
Þótt Chrysler/Simca höfðu engin plön um að kynna stærri vél fyrir Bagheera voru gerðar tilraunir með núverandi vél. Stærsta breytingin var þegar þeir kynntu fyrstu U8 vélina í heiminum, notaði tvo 4 cylendra saman sem tengdi úttakið á undan kúplinguni. Þetta gaf U8 Bagheera um sirka 160-170 hestöfl og þýngd um 1200kg sem er ekki slæmt en þvímiður var þetta bara tilraunarstarfsemi sem var aldrei framleidd.
Einsog Bagheera var fallegur þá var hann gjarn á að “rotna” - Stál grindin hafði littla sem enga riðvörn frá verksmiðjunum sem var algjör synd því margir af þessum bílum urðu fyrir barðinu á ryði og skemmdust ef ekki var farið farið varlega með þá.
Í heildina voru 47802 Bagheera framleiddir, en þrátt fyrir ryð vanda þá eru nokkrir eftir um víðan heim.
Árið 1980 var Bagheera skipt út fyrir Murena sem er mjög rennilegur og flottur bíl og minnir mann svoldið á Ferrari eða Lotus, en þess má geta að framleiðendur höfðu þá tegund fulla “Galvinseraða”, stærri vél og með en rennilegra boddý
Staðreyndir:
Engine: 4cyl, row 8ohv
Capacity: 1294
Bore/stroke:76.7/70.0
Carb:twin Weber 36DCNF
HP/rev: 84/6200
Torque Nm/rev: 106/4400
Weight [kg]:885
0-100km/h
Top speed [km/h]:180
Fuel cons. [km/l]:31 mpg
Sjálfur er ég að reyna að næla mér í 1 sona eintak sem þarfnast talsverðs viðhalds meðalannars láta galvinsera grindina og rífa hann um leið í spað og bara gera hann upp en aðal vandinn er að redda húsnæði :( en þetta eru helvíti skemmtilegir bílar, þess má geta að umræddi bíll er sá eini sinnar tegundar á landinu og var influttur af frægum skemmtikrafti hér á landi :D (svo var mér sagt) [Ef engin greinarskil eru þá fyrirgefið mér ég skrifaði þetta í wordpad og peistaði en þau eiga að vera.]
Heimildir:
http://www.matrasport.dk/
þetta var lauslega þýtt af vefnum en þar er að finna margar myndir svosem af Murena, U8 vélinni og öðru