Saga Dodge Super Bee 1968 - 1971
1968 tvær deildir innan MOPAR, Dodge og Plymouth, byrjuðu að keppast gegn hvorum öðrum og útkoma þess var dodge
Super Bee, samkeppnin við Plymouth Road Runner, þó hann hafi verið ódýr og öflugur bíll, þá varð hann aldrei eins vinsæll
og Road Runnerinn.

1968 Dodge Super Bee
Dodge sat hjá og fylgdist með þegar Plymouth gaf út Road Runnerinn haustið 1967 sem 1968 árgerð. Dodge, sem var þekkt
fyrir sportlegri bíla en Plymouth ákváðu að gefa út sína samkeppni við Road Runnerinn. hann var byggður á Dodge Coronet coupe
og kom fyrst út vorið 1968 undir nafninu Super Bee, grunnverðið á bílnum var 3.027$ sem var um 130$ meira en Road Runnerinn
kostaði, en þeir notuðu báðir sama grunn boddíið, þyngdin var næstum sú sama, og báðir bílarnir voru með sömu grunnvélarnar, svo
að afköst bílanna voru þau sömu. Standard vélin í bílunum var 335 hestafla 383cid V8 með 4. hólfa blöndung, sem var með
stimpilhausa og knastás úr 440cid magnum vélinni. 426 Hemi vélin var hægt að fá líka en kostaði um 1000$ meira, en hún gerði
annars ódýran bíl frekar dýran og bara 125 voru pantaðir það árið. Bíllinn var áberandi með áberandi rendur um afturendann á
bílnum, með stóru super Bee merki yfir afturbrettunum, grillið var matt svart og húddið var með hækkun fyrir loftsíuna.

1969
Þetta árið var bílnum breytt aðeins, það bættist við annað boddí, svo kallað “hard top” boddí, en gamla var byggt á Dodge Coronet
sem hafði “pillared coupe” boddí, auk þess var röndunum á afturenda bílsins breytt og bíllinn fékk eina breiða rönd í stað þess sem
áður var og fékk Dodge “Scat Pack” merki á grillið og skottið, og grill á frambrettin (til að fá aukið loftflæði um vélina).
Einnig fékk bíllinn nýtt Ramcharger CAI kerfi (kaldalofts inntak:), sem kom standard í Hemi bílum. Ramcharger kerfið var með
tvö stór loft inntök á húddinu og kerfi til að skipta milli kalds loft og heits lofts.

Árið 1969 bauð Dodge kaupendum að fá aðra vél í bílinn. MOPAR vélaverkfræðingar tóku 440cid V8 og skiptu út staka fjögurra hólfa
Carter blöndungnum fyrir kerfi með þremur tveggja hólfa blöndungum á Edelbrock Hi-Riser milliheddi, og bjuggu þar með til Dodge 440 “Six Pack”
vélina (Plymouth kallaði það 440+6). Í venjulegum akstri var bara mið blöndungurinn í notkun, og til að opna alla þrjá blöndungana, þá
þurfti maður bara að negla bensíngjöfina niður. Vélin fékk líka nýja gorma í ventlanam heitari ás, betri stimpilstangir og margt fleira, og
það kom vélinni upp í 390 hestöfl. Standard í bílnum var fjögurra gíra Hurst beinskipting, Torquflite sjálfskiptingu var einnig hægt að fá,
en diska bremsur, loftkæling og “cruise control” var ekki hægt að fá með þeirri skiptingu. Húddið var gert úr trefjaplasti, var matt svart á lit
og hafði fjóra NASCAR húddpinna, og á stórt loftinntak fyrir blöndungana þrjá var skrifað “Six Pack” á báðar hliðar. Bíllinn kom með venjulegar
svartar stálfelgur, ómerkilegar fyrir utan króm rær. 440 Six Pack vélin kostaði um 460$ sem var um 500$ minna en venjuleg Hemi vél.
Six packinn gat haldið í Hemi-inn upp í 70mílur á klst. og kom auk þess með Hemi fjöðrunarkerfi og höndlaði Super Bee-inn mjög vel þannig.

1970
Nú fær bíllinn aðra endurhönnun, til að gera hann öðruvísi en Coronetinn sem hann var byggður á, þá fékk Super Bee-inn ekki plat loftinntök á
afturbrettin einsog áður. Afturljósunum var breytt líka, og hægt var að fá snúningshraðamæli á húddið og einnig spoiler á bílinn. Hægt var að panta
R/T Bumble Bee rendur eðameð öðrum röndum sem höfðu Super Bee merkið á milli randanna. Hægt var að fá bílinn í mörgum litum , svo sem “Plum Crazy”,
“Sublime”, og “Go-Mango”. Grunnverðið á bílnum féll um 64$, en salan á bílnum féll niður í um 15.500 eintök. Hemi vélar voru bara settar í 32 “hard top”
bíla (þar af 21 með fjögurra gíra bsk) og fjóra “Pillared coupe” bíla (allir með fjögurra gíra bsk). Þetta var síðasta árið sem super Bee-inn var byggður
á Dodge Coronet.

1971
Super Bee-inum var breytt frá því að vera byggt á Dodge Coronet í Dodge Charger, og var þá kallað Dodge Charger Super Bee, en hélt samt upphafs markmiðunum
sem voru ódýr og öflugur bíll, kostaði þá bíllinn um 3.271$. Nú var hægt að fá bílinn með 383cid Magnum V8 með einum fjögurra hólfa blöndung og var þá vélin
komin niður í um 300 hestöfl (niðurtjúnaður um 35 hestöfl frá árinu áður), kom bíllinn þá með þriggja gíra gólfskiptingu (Hurst skiptingin er stýrisskipting:),
upphækkun í húddi fyrir loftsíu (kallað powerbulge hood), var með rendurnar aftan á bínum einsog áður, með super Bee merkjunum, en hafði dodge Charger 500 innréttingu,
fyrir utan standard bekk sæti. Super Bee-inn kom einnig með sterkari fjöðrun, stór breið F70-14 dekk, og langan lista af aukabúnaði, ennþá var hægt að fá 440 Six Pack
(sem var þá niðutjúnuð um 5 hestöfl og var þá komin í 385 hestöfl) og stóru 426 hemi vélina (sem var um 425 hestöfl). Þetta árið voru aðeins 22 Hemi bílar byggðir,
þar af níu með Hurst fjögurra gíra og 13 með Torqueflite sjálfskiptingu.