Smá upp fyrstu árgerð Dodge Super Bee
1968 tvær deildir innan MOPAR, Dodge og Plymouth, byrjuðu að keppast gegn hvorum öðrum og útkoma þess var dodge
Super Bee, samkeppnin við Plymouth Road Runner, þó hann hafi verið ódýr og öflugur bíll, þá varð hann aldrei eins vinsæll
og Road Runnerinn.
1968 Dodge Super Bee
Dodge sat hjá og fylgdist með þegar Plymouth gaf út Road Runnerinn haustið 1967 sem 1968 árgerð. Dodge, sem var þekkt
fyrir sportlegri bíla en Plymouth ákváðu að gefa út sína samkeppni við Road Runnerinn. hann var byggður á Dodge Coronet coupe
og kom fyrst út vorið 1968 undir nafninu Super Bee, grunnverðið á bílnum var 3.027$ sem var um 130$ meira en Road Runnerinn
kostaði, en þeir notuðu báðir sama grunn boddíið, þyngdin var næstum sú sama, og báðir bílarnir voru með sömu grunnvélarnar, svo
að afköst bílanna voru þau sömu. Standard vélin í bílunum var 335 hestafla 383cid V8 með 4. hólfa blöndung, sem var með
stimpilhausa og knastás úr 440cid magnum vélinni. 426 Hemi vélin var hægt að fá líka en kostaði um 1000$ meira, en hún gerði
annars ódýran bíl frekar dýran og bara 125 voru pantaðir það árið. Bíllinn var áberandi með áberandi rendur um afturendann á
bílnum, með stóru super Bee merki yfir afturbrettunum, grillið var matt svart og húddið var með hækkun fyrir loftsíuna.
—
Ætlaði að skrifa sögu bílsins, en ákvað að stytta greinina niður í fyrsta árið. En ég ætla að skrifa meira seinna um sögu bílsins :)