Hvernig ætli standi á því að alltaf þegar kemur smjór eða hálka þá skilja menn bílana sína eftir á víðavangi.
Þetta á sérstaklega við um Hellisheiðina! Ég hef lagt leið mína verulega oft um Hellisheiði og Þrengsli og skil þetta ekki. Ég keyrði þessa leið á hverjum degi í 3 ár á alveg ótrúlegum hræjum Subaru Justy 85, Lödu Sport 87 og Volvo 84 og stoppaði aldrei lengur en 20 min í einu. Þar með talið keyrði ég framhjá Vegagerðinni sem var að loka heiðinni út af veðri og var þá með ónýtt kveikjulok. Þetta er ekki til að monta sig af ef eitthvað hefði gerst þá hefði ég ekki fundist fyrr en daginn eftir. (þá hefði ég slegið persónulegt tímamet í samveru með skólabókum).
Ég skrifa þetta hér vegna þess að það er augljóst að meginþorri bíla sem eru stopp úti í kanti eru í eigu ungra ökumanna: gamlir japanskir sportbílar, smábílar sem er búið að reyna að gera að sportbílum með alls kyns límmiðum og fleira og aðrir sambærilegir. Þessir ökumenn þurfa að vita að það er ekkert hættulegra í blindhríð eða jafnvel bara hálku heldur en bíll sem er stopp úti í kanti. Á veturna er ekki hægt að koma bílunum almennilega útaf veginum svo að þeir skaga langt inn á veginn og valda stórhættu. Þessir bílar eru það eina sem ég hef lent í vandræðum með í öllum mínum akstri yfir Hellisheiði sem telur um 120 ferðir á ári.
ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ BÚA BÍLINN FYRIR VETURINN!!!
*rakaverja kveikjulok og þræði.
*skipta um kveikjulok og þræði 2 hvert ár hið minnsta.
*á blöndungsbílum þarf að sjá til að barki liggi frá pústgrein upp í lofthreynsara (það sér til þess að bensínið hrímist ekki í nálunum í blöndungnum).
*SETJA VETRARDEKK UNDIR Á TÆKA TÍÐ
*tjöruhreynsa dekk
*hella ísvara í bensínið þegar þess er þörf
*láta fylla bensíntankinn af og til (það hindrar rakamyndun í tanknum og þ.a.l. hindrar innvortis tæringu)
*láta mæla frostþol frostlögsins
*setja olíu í ALLA lása á bílnum (líka skottinu)
*setja olíu á hurðarlamir
*smyrja sílikon á huðargúmmíkanta
*syrja sílikoni í gluggaföls og skrúfa rúðurnar upp og niður nokkrum sinnum
*athuga öll ljós bæði framan og aftan (sérstaklega fyrir veturinn því að þá er bara bjart frá 11 til 2 á daginn)
*sprauta WD-40 í kúplingsbarkann, bensínbarkann og yfir alla bera hluti sem þurfa að hreyfast í vélarúminu (þeir geta frosið fastir þar af inngjöf í botni)
*athuga rúðuþurrkur bæði framan og aftan
Þessi listi er ekki tæmandi en gefur mynd á það sem ÞARF að vera í lagi yfir vetrartímann. Þá er ekki talið upp sjálfsagt viðhald s.s. olíiuskipti, bremsuborðaskipti, rafgeymir o.s.frv. Ef að þessu er gætt reglulega þá stoppar bíllinn ekki nema hann bili alvarlega.
Þetta þarf að vera í bílum yfir veturinn fyrir utan hefðbundin verkfæri, tjakk, varadekk o.s.frv.:
*mottur (þær má setja undir dekk sem spóla ef bíllinn festist)
*rúðuskafa
*vettlingar (fást á 200 kall á bensínstöðvum)
*vasaljós
*kaðal
*lítil skófla (m.a. fást samanbrotnar í bílabúðum)
*dekkjahreynsir (tjaran á dekkjunum er hættuleg af því að þú veist ekki af henni fyrr en of seint)
*þolinmæði (maður verður að keyra hægar, jafnvel þó maður sé á góðum dekkjum)
Það má líka benda á að splunkuný vetrardekk eru mjög varasöm. Naglarnir eru settir það langt inn í dekkið að þeir nýtast ekki fyrr en eftir þónokkurn akstur.
Allt kostar þetta náttúrulega peninga en reglulegt viðhald er ódýrara en viðgerðir ef þetta skemmist og þetta er partur af því að reka bíl.
Íslendingar eru alltaf að monta sig af að vera bestu ökumenn í heimi (reyndar líka sterkastir, fallegastir, brugga besta bjórinn o.s.frv.) en það er ekki meðfæddur hæfileiki að vera 1 af 200 000 bestu ökumönnum í heimi. Það að þurfa að skilja eftir bíl á einu hraðbraut Íslands vegna þess að það komst raki í kveikjulokið (sem er hægt að redda með 300 kr WD-40 brúsa) er ekki beinlínis rós í hnappagatið. Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst en það er alvarleg bilun í max 1 af hverjum 10 bílum sem eru yfirgefnir á þjóðvegum, allt annað er aulaskapur.
Það er líka margt athugavert við aksturslag bíla á veturna. MAÐUR KEYRIR EKKI Á 100 Í HÁLKU!!!
Ég kveð 5 gírinn alveg yfir vetrartímann og fæ undantekningalítið bíl alveg ofaní rassgatið á bílnum mínum. Ef ég er á betri dekkjum en hann og get bremsað á styttri vegalengd þá lendi ég í því að fá hann aftaná mig og þá missi ég stjórnina á bílnum mínum og enda á hvolfi útaf. Ónei, ég geri það að leik mínum að ef bíll er kominn of nálæt mér þá bremsa ég í von um að hann lendi aftaná mér og brjóti grillið eða framljósin hjá sér, smá rispa á stuðarann er fyllilega þess virði (þá meina ég ef hann er í rassgatinu á mér í langann tíma og ætlar augljóslega ekki að breyta því). Í svona aðstöðu er líka mjög algengt að þegar eitthvað gerist þá fara aftari bílarnir framúr og lendi framan á bíl sem kemur á móti eða útaf hinumegin.
Það er líka fáránlegt að láta hálku koma sér á óvart frá sept fram í maí, JAFNVEL ÞÓ HÚN SÁIST EKKI, ÞETTA ER ÍSLAND.
Það þarf að hugsa dæmið í víðu samhengi sko:
ef þú ert á illa búnum bíl og byrjar að renna til þá er ekki ósennilegt að þú rennir á bíl sem kemur ú hinni áttinni og ef það væri ég þá eru í bílnum með mér gullfalleg kona 4 ára dóttir og 1 mánaðar gamall sonur.
keyrið varlega/öðruvísi á veturna Isan