Það er gaman að skoða sölutölur á nýjum bílum árið 2002. Hér er listi yfir mest seldu tegundirnar. Fyrst yfir einstakar tegundir. Þar kemur fátt á óvart.


1.Toyota Yaris. 441 eintök
2.Toyota Rav4. 424
3.Toyota Corolla. 357
4.Toyota Avensis. 325
5.VW Golf. 322
6.Skoda Octavia. 281
7.Toyota Land Cruiser. 243
8.VW Polo. 226
9. Subaru Legacy. 181
10. Opel Astra. 170


Söluhæstu fólksbílategundir eftir markaðshlutdeild árið 2002:

1. Toyota 27,2%
2. VW 11,9%
3. Nissan 7,3%
4. Subaru 5%
5. Skoda 5%
6. Hyundai 5%
7. Opel 4,9%
8. MMC 3,9%
9. Ford 3,6%
10. Suzuki 3,2%
11. Kia 3%
12. Peugeot 3%
13. Renault 2,7%
14. Honda 2,4%
15. Daewoo/SsangYoung 1,9%
16. Aðrar tegundir 10%


Það er gaman að þessum tölum miðað við t.d hin norðurlöndin og Þýskaland. Þar eru söluhæstu bílarnir yfirleitt í “Golf” flokknum, s.s Mégané, Focus og fleiri. Hér er einn eru það bara Toyoturnar einsog þær leggja sig! Corollan nýja er nú samt ekki að seljast neitt gríðarlega mikið, er með svipaða sölu og Avensis sem er þó búinn að vera nánast óbreyttur síðan árið 1998 (andlitslyfting árið 2000)

Ég sakna Mözdunnar á þessum listum, en ný Mazda 6 og andlitslyftur 323 virðast ekki hafa náð mikilli sölu. Sennilega verður Mazda aldrei toppsölubíll meðan að Ræsir er með umboðið. Það sem ég er hissa á er kannski salan á Ford, en það seldust 250 Fordar og markaðshlutdeild uppá 3,6%. Ég hélt nefnilega að Focusinn og Mondeo-inn rokseldust, og það eru svona bílar sem ég vil fá inn á notaða bíla markaðinn en ekki endalausar Toyotur. Hondan er selst líka ekki mikið núna, en nýi Civic-inn er svo viðbjóðslegur að það er ekki skrýtið að hann seljist ekki. Kia tvöfaldar sölu sína frá því í fyrra.

Ef maður skoðar umboðin þá er Ingvar Helgason að selja mun minna af bílum en áður. Framkvæmdastjórinn segir “slæmt umtal um fyrirtækið” eiga þar stóran þátt í. Bæði Nissan, Subaru og Opel eru að seljast í minna mæli en áður. Það er söluaukning hjá Heklu, aðallega vegna uppsveiflu Skoda en sala á MMC minnkar mikið. 50 ára afmælis ár VW skilaði þeirri tegund talsverðri aukningu miðað við árið 2001. B&L missa líka sölu, en Brimborg stendur sirka í stað.

En sala á nýjum bílum virðist aðeins að vera að sækja í sig veðrið eftir slök síðustu 2 ár. Enn er þó langt í land sé miðað við toppsöluárin 1997-1999.

Tölur frá Skráningarstofunni.
OH.