Fyrst var Probe nafnið notað 1979 sem mjög framúrstefnulegur hugmyndabíll, svo aftur 1982. Það sem mér finnst alveg fáranlegt af ford (og GM sem ætlaði sér það sama með Camaro/pontiac) er það að ford byrjaði að vinna að því sem átti að verða 4 kynslóð Mustang, skipta út þessum gömlu aftuhjóladrifnu drekkum gærdagsins fyrir framtíðar, eyðslugrannan (grennri?) framhjóladrifs bíl morgundagsins. Þetta átti að verða svar þeirra við áður nefndri hönnun sem að GM stóð að, framhjóladrifnum Camaro/Firebird. Hönnun Ford Probe gekk hálfbrösulega þar til að Ford og Mazda gengu í samstarf, þá fékk Ford nákvæmlega það sem þeim vantaði og það var undirvagn Mazda 626. Framhjóladrifinn, léttur og nettur. Þá komst skrið á hönnunina.
Nýi Mustang-inn átti að vera sami bíll og Mx-6 og 626, svona í stærstu atriðum, fyrir utan útlit. Þeir deildu vélum, rafmagnskerfi og innspýtingum. Mustang-inn, eins og MX-6 og 626 átti að hafa framhjóladrif og fjögurra cylendra 2.0L 16v Mazda vél. Mustang GT átti að hafa sömu 4 cylendra vél en bara með túrbínu en þeirri vél var seinna skipt út fyrir V6 sem skilaði 175hp sem var á þeim tíma í Ford taurus.
En þegar fréttir af nýja Mustang-inum fóru að spyrjast út , og það mátti nú búast við því, fóru að heyrast margar neikvæðar raddir, kvartanir fyrir framhjóladrifinu og skort á V8.
Vegna lækkandi bensínsverðs og stanslausra bréfaskrifta hættu Ford menn við að hafa þenna nýja Ford/Mazda framhjóladrifna sportbíl sem næsta Mustang (sem betur fer segja eflaust margir) og byrjuðu að hanna nýjan Mustang. Núna þurfti þessi nýji bíll nýtt nafn. Ford leitaði í áður notuðum nöfnum og valdi þar nafn sem hafði verið notað á nokkra framúrstefnulega bíla u.þ.b fyrir 10 árum síðan, þessi nýji bíll skildi heita Ford Probe.
Í May 1988 á Chicaco auto show var fyrsti Probe-inn kynntur sem árgerð 1989.
2.0 vélinni sem var fyrst ætlað fyrir Ford Probe var skipt út fyrir 2.2L 4 cylendra vél með einum yfirliggjandi knastás. Base týpan var 110hp á 4700 snúningum. GT týpan var aftu rá móti með Mitsubishi túrbínu og intercooler sem pundaði 9,3psi mest á 3000 snúningum en annars dólaði hún sér á 7,3psi. Útkoman var 145hp á 4300 snúningum.
Innan við mánuð höfðu Ford umboðsmenn pantað 100.000 Probe-a til að mæta þörfum almennings.
Þrátt fyrir sporlega hönnun og útlit var hægt að velja úr mörgum aukahlutum sem gerðu bílinn að hinu þægilegasta, þar á meðal, a/c, cruise control, trip computer og rafmang í öllu. GT bíllinn kom standart með diskabremsur á öllum og valmöguleika á ABS. Ef þú vildir sjálfskiptan þá þurftirðu að sleppa túrbínunni því GT bíllinn fékkst einungis beinskiptur. GL og LX týpurnar komu báðar með mýkri fjöðrun, á mjórri dekkjum og “einfaldari” í útliti. LX týpan var með aðeins vandaðri og fallegri innréttingu en GL og var með sömu sæti ,sem voru stillanlega á endalausavegu, rafmagnstillta speygla og álfelgur og GT. Á þessum fyrstu árum Probe voru margir sterkir keppendur, svo sem Toyota Celica, Honda Prelude og Nissan 200sx og auðvitað MX-6 en Probe stóð fyrir sínu og var einnig á mjög góðu (samkeppnishæfu) verði, fullbúin GT kostaði aðeins 17,600$
1990 kom Probe með nýja 3.0L vél sem var í Ranger og Taurus bílunum fyrir og framleiddi 80% af toginu undir 1000 snúningum og var 145 Hp þegar hæðst stóð en á þessum tíma voru Ford og Mazda að vinna að hönnun 2. kynslóðar af Probe.
Nýja Probe-inn átti að hanna frá grunni og núna fékk Ford að vera með frá byrjun. Bíllinn fékk alveg nýtt útlit og undirvagninn var aftur deilt með MX-6 og 626. Ford einbeitti sér að hönnun útlits og innréttingar á meðan Mazda sá um vélardeildina. Þessi nýji Probe var 2” lengri og 4” breiðar en samt 125 pundum (?) léttari. Ford nýtti sér margra ára reynslu í kappakstri til að hanna nýja Probe-inn og skilaði það sér vel sem einn betri akstursbíll þessa ára (í þessum verðflokku auðvitað) Base týpan fékk nýja 2.0L 16V twin cam vél sem skilaði 115hp á 5500snúningum. GT týpan var með 2.5L V6 quad cam sem skilaði 164hp á 6000snúingum. (og redline á 7000) Seinni kynslóðar Probe var kynntur opinberlega í ágúst 1992 og var valinn bíll ársins 1993 af Motor Trend.
Base týpan var með annan framstuðara en GT og var einnig ekki með smá spoiler kit sem var á hliðum GT. Base bílarnir komu ekki á álfelgum en GT bílarnir komu á 16” álfelgum og á 225/55/16.
Probe-inn var með 5 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptinu, möguleiki var á leðri, svörtu, brúnu og gráu en núna eru víst Probe-ar með leðru fágætir. GT bíllinn var með diska allan hringin og ABS. Ýmsar stereo græjur var hægt að velja um, svo sem casettu tæki, geislaspilara, 6 diska magasín og svo allt það besta og lítill subwoofer. Spoiler var einnig valmöguleiki á GT. 1995 breyttust GT bílarnir aðeins, númeraplatan var færð niður í stuðara og GT merki sett á milli afturljósana, sem leit út þá eins og ljósin. Einnig breyttust felgurnar 1995 og var þá valmöguleiki á chrome felgum. 1997 var síðasta ár Ford Probe og komu GT bílarnir þá í GTS útgáfu með tvær yfirliggjandi sportrendur og krómfelgur, sem komu reyndar líka 1995.
1997 var framleiðslu Probe hætt, en Ford talaði um að hann kæmi aftur á markað innan fárra ára, aftur var byrjað að hanna Probe en því miður komst sá bíll aldrei í framleiðslu heldur kom Cougar í staðinn.
Þá er frumraun minni í því að skrifa/þýða um bíl hér lokið og eru allar ábendingar og gagngrýni vel þeginn.
Hér neðst er svo að finna grein þar sem skrifað eru um reynsluakstur á seinni kynslóð
Probe GT
http://www.hardrive.com/reviews/probegt.htm
—————————-