Ég var að þvælast á netinu í hádeginu og skoðaði þar Lancia bíla og þar með talinn Lancia Thema 8.32. Sá bíll er með V8 vél frá Ferrari undir húddinu og það er meira að segja einn svona bíll til hérna heima. Þessir bílar eru á verðinu 5-6 þúsund evrur úti þannig að þarna er sennilega ódýrasti Ferrari mótor sem hægt er að fá.
Það sem vakti hinsvegar athygli mína er það að flestir þessara bíla eru keyrðir um og yfir 100 þúsund kílómetra en slíkar tölur sér maður nánast ALDREI á Ferrari bílum.
Því veltir maður því fyrir sér hvort Ferrari sé ekki bara ágætur ef hann fær bara að snúast vel og reglulega.
Langflestir Ferrari bílar eru leikföng ríkra manna sem eiga marga bíla og keyra þá mjööög lítið. Það er algengt að sjá Ferrari bíla sem eru 20 ára gamlir og ekki eknir nema kannski 20 þúsund kílómetra.
Hér höfum við hinsvegar dæmi í hina áttina. Þetta eru bílar sem eru ekki það dýrir að menn myndu örugglega bara leggja þeim ef það kostaði svipað að reka þá og hefðbundinn Ferrari.
Þessir bílar eru látlausir að utan en nokkuð glæsilegir að innan, yfirleitt með leðri og fallega viðarklæðningu í mælaborðinu.
Það væri nú einnig gaman ef einhver gæti komið sögur eða fréttir af \\\“Ferrari\\\” Lancíunni sem er hér heima.
Fyrir mína parta get ég sagt að ég sá hana í bílastæðishúsinu á Hverfisgötunni í nóvember mánuði og leit hann ágætlega út sýndist mér, hann var allavega á götunni og hefði ég gefið mikið fyrir að heyra í V8 Ferrari mótor á þeirri stund.
Þetta eru ekki mjög öflugir bílir þannig séð oftast rúm 200 hestöfl en samt sem áður rúmir tvöhundruð hestar allir aldir upp á Ferrari fóðri!
Mótorinn ku vera úr Ferrari 308 en til samanburðar má nefna að ódýrasti Ferrari 308 bíllinn var á rúmar 20 þúsund evrur eða fjórum sinnum dýrari. Þeir eru líka flestir keyrðir helmingi minna. Það voru þó nokkrir þarna eknir um 100 þúsund kílómetra og einn meira að segja ekinn tæp 180 þúsund. Hvernig væri nú að eiga High Mileage FERRARI!!!!
Allavega virðist vera til Ferrari vél sem þolir þokkalegan akstur án þess að vera svo dýr í rekstri að menn leggi bílunum, þetta þykir mér góðs viti og sýnir öðru fremur að hægt sé að eignast Ferrari sem jafnframt er hægt að nota og eiga í einhvern tíma án þess að fara á hausinn.