Jæja góðir hálsar,
Að segja eitthvað eins og Tog vinnur spyrnur er alrangt, og einhver sem hefur eitthvað bílavit ætti að hugsa sinn gang áður en lengra er haldið,
Snúningsvægi:
Þegar er talað um tog er verið að benda á einn tíma punkt þegar átakið á einhver hlut(t.d felgu) til að snúa henni,
Þar endar nú ekki sagan sú,
En hvað með það að tog vilji snúa felgum (ég tala um felgur því að allir bílar eru með þær og því ekki hægt að benda á einn eða annan bíl sem eitthvað sem skiptir máli í þessari umræðu)
togið vill snúa felgunni,
Þið getið haldið í handbremsuna ykkar og gefið í og látið vélina gefa frá sér tog, en bíllinn fer ekki neitt, hann er samt að framleiða tog, og reyna að fara áfram
Nú skulum við gefa okkur að hægt væri að kreysta allt tog útúr einhverri vél sem í henni býr með þessum hætti, en bíllinn myndi samt ekki fara af stað(við gefum okkur að dekkin spóli ekki og ekkert brotnar og handbremsan haldi)
Nú erum við komnir á annan punkt sem skiptir ekki síður máli en
nú skulum við spá í hversu mörg hestöfl eru að komast í götuna,
0 hestöfl. Því að ekki er hægt að búa til neitt eitt og einasta hestafl nema með breyttingu á hlutnum yfir tíma, og þar sem að felgan er ekkert að hreyfast eru enginn hestöfl að komast í gegnum hana,
Að hverju höfum við komist núna:
Það þarf snúninga til að búa til hestöfl, það þarf tog til að búa til snúninga, tog x snúningar = hestöfl (ég geri mér fulla grein fyrir því að hérna eru hlutirnir ofur einfaldaðir, en þetta á að höfða til allra þannig að allir skilji)
Jæja
Þá komum við að því næsta
Hvað er það sem fær bílinn til að hreyfast, er það tog eða hö,
Ofur einföldun :>> Þar sem að tog býra til hestöfl þá hlýtur það að vera hestöfl sem er úrvinnsla togsins,
Þetta er 100% rétt.
Annars hefði ég ekki verið að skrifa það er það
Höldum áfram með skýringunna,
Þar sem að Tog x snúningar = hestöfl
Þá hlýtur að vera hægt að reikna hversu mikið tog þarf við ákveðinn snúning til að búa til ákveðinn mörg hestöfl.
Og þar sem að enginn á svoleiðis vél þá ætla ég að nota F1 vél í þessi dæmi, og þetta er enginn sérstök F1 vél heldur bara einhver F1 vél og einhverjar tölur sem ég bý til til að útskýra þetta
Vélin:
3000cc
V10
max rpm : 20.000
max hö : 850 við 19000rpm
max tog : ? við eigum eftir að komast af því á eftir
fyrst smá um þessa vél og hönnun hennar samkvæmt mér til að henta þessu dæmi,
Þar sem að þessi vél er ekki með neitt v-tec, vvti eða vanos eða neitt slíkt þá er ekki um neina breytanlega hluti að ræða nema
hversu mikið hún er opin,
Og hún var hönnuð til að flæða sem mest við 19000 og framleiða þar sem mest hö til að nýta vélina og snúninga sem best, hún var þar af leiðandi framleidd til að ná hámarks loftflæði við 19000 snúninga
Jæja þá er það smá stærðfræði
Formúlan er svona
HÖ = rpm x tog /5252
5252 er reiknuð tala útfrá skýringum Watts til að reikna hestöfl miðað við einhvern hest, 12m spýtu og fleira drasl frá öðrum tímum,
Við skulum fylla inn í tölurnar okkar til að fá að vita hversu mikið tog þessi vél er að framleiða
Og þar sem að hún var hönnuð til að virka og flæða best í 19000 þá er hámarsktog þar líka!
TOG = (5252xhö)/snúninga
TOG = 4464200 / 19000
TOG = 234 , þar sem að þetta er Ameríska útgáfa formúlunnar þá eru þetta pund af togi
TOG = 234lbs, nú skal ég segja ykkur að hver einasti 3.0TD Diesel jeppi á íslandi er með meira tog en þessi vél,svona nokkuð örrugt
En þá þurfum við að skoða eitt, hún togar ekki skít en virka samt eins og andskotinn,
það er afþví að vélin nær að margfalda togið svo oft í 19000 snúningum að VINNAN verður svo rosalega mikill
Þá erum við komnir á annan stað,
VINNA
Ef maður spái í því hugtaki er þá ekki satt ef t.d
Tveir menn eru að vinna saman hlið við hlið að moka skóflum af sandi í hjólbörur, að sá sem fyllti börurnar var að vinna meir enn hinn? Og þá skiptir ekki máli hversu mikið þeir mokuðu í einu(tog)
né hversu oft þeir gerðu það(snúningar) heldur hversu mikill vinna kom frá þeim(hö), hvor var þá sneggri >>>> sá sem framleiddi flestu hestöflin
ATH: ef einhver ætlar að segja að það sem kom hérna rétt fyrir ofan sé vitlaust, þá vil ég benda þeim á að 5ára krakki sér að sá sem er sneggri í því að hlaupa 100m hefur augljóslega eytt meiri orku enn hinir.
Og við höldum áfram
Nú vitum við þetta
TOG = snúningsvægi miðað við enga hreyfingu
Snúningar = tími
HÖ = tog margfaldað með snúningum
POWER=VINNA= Hestöfl,
Og svo áfram með leikinn okkar!
Vonandi skilja menn núna hvað eru hestöfl og hvað er tog,
Nú kemur af því sem margir verða ósammála með
Tog vinnur ekki keppnir, spyrnur eða hvað sem er, nema þegar menn eru að metast um hver er með meira tog
Það sem vinnur er Hestöfl, því að HÖ = VINNA = POWER, og erum við ekki sammála að sá sem er með mesta power sé sneggri(og við erum ekki að tala um grip, læsingar, hlutföll eða hvað annað sem kemur spyrnum við)
Þá vilja sumir meina að tog sé sigurvegarinn,
Það er rétt að hluta
Því að Tog er hluti af formúlunni til að fá power, maður þarf snúninga
Þegar menn segja low end tog eða high end hp, þá eru menn að segja
low end tog : hann frameiðir mest hestöfl neðarlega í snúningsbandinu, þetta er algjör staðreynd sem hægt er að staðfesta með formúlunni.
high end hp : hann framleiðir mest hestöfl ofarlega í snúningsbandinu, þetta er líka að segja high end tog sem er hægt að staðfesta með formúlunni góðu
Jæja þá er það komið á hreint.
En bíddu aðeins það ætlaði einver að fara að segja,
:/ >> Bíddu, ég veit um bíl sem er með minni hestöfl og er samt sneggri heldur en annar bíll sem ég veit um, sá sem er sneggri er með meira tog , og því hlýtur tog að rúla yfir hö.
Jæja góðir hálsar nú er í alvöru komið að því að fjalla um það sem skiptir algjörlega öllu máli, og max þetta og high þetta eða low end hitt og rpms þarna og whatever the fuck sem mönnum dettur í hug að rökræða um þegar menn eru að tala um spyrnur og keppnir.
——————Meðal hestöfl—————————
Fyrir flestum er þetta eitthvað sem þeir hafa aldrei leitt hugan að, en þar sem að ég er svona rosalegur heili og það gengur bara ´104okt og NOS í hausnum á mér þá er ég búinn að hugsa um tog og hö til mergjar í þónokkurn tíma,
Dæmi 1
Spyrna>> á meðan spyrnunni stendur ætti sá sem framleiðir fleiri total hestöfl að vinna og það er 100% rétt.
En hann var náttúrulega ekki að framleiða max hestöfl allan tímann, er það nokkuð, þannig að þá verður að finna meðalhestöfl, það er ekki hægt eða það er miklu tímafrekara heldur en ég nenni að vera að eyða mínum tíma í( djöfull er ég búinn að skrifa mikið, kannski hef ég of mikinn tíma lausan), og er meðalhestöfl því hugtak sem ég nota á einn hátt
Hærra meðaltal vinnur lægra meðaltal.
Þetta er algjör staðreynd,
100m hlaup
tveir að keppa,
sá sem er sneggri yfir hvern meter af jörðu að meðaltali hlýtur að vinna það getur bara ekki annað verið og það er satt
Sá sem hleypur 100m með meðaltal 1meter á sekúndu er 100sek á leiðinni, en hin hljóp á 1.2metrar á sek og er því 120sek á leiðinni, en það vill bara svo skringilega til að sá sem var lengur yfir hvern meter náði samt hærri hámarskhraða(hö, vinna, power, vinnan sem fór í að ná þeim hraða), það er líka af því að þegar hann gat ekki haldið sér í botni þá þurfti að hann að lækka hraðan svo rosalega mikið
En hin gæjin náði að halda meðalhraðanum ofar og vann því
Þannig að
Auðvitað getur sá sem er með meira tog unnið, gefandi það að hann hafi meiri meðalhestöfl.
Sá sem er með fleiri hestöfl getur auðvitað unnið, gefandi það að hann hafi meiri meðalhestöfl.
Nokkra auka útskýringar
Amerískir bílar frá 1950-1960,
Í bók sem ég er með,
Er talað um hestafla keppnina á þeim tíma, en svo þegar tryggingar fyrirtæki fóru að auka trygginar á þeim bílum sem voru með mikill hestöfl.
Dæmi: beint úr bókinni
A classic examble was the street version of the Chrysler 426cui Hemi, Its advertised output was 425hp at 5000rpm, and the dyno showed 446pounds-feet torque at 5000rpm, Applying the formula.
The results is 424hp. But Chrysler never claimed that was the maximum output! On the Dyno , the rpm continued to climb faster then the torque dropped and, at 6000rpm the reading was 412lbs, Lets try the formula again,
That works out to 470hp!
Það skiptir ekki máli að vera með meira af hestöflum því að það vinnur ekki endilega, og það að hafa rosa tog vinnur ekki heldur,
Það sem vinnur er góð feit hestafla kúrva yfir allt snúninsbandið,
það sem venjulega er nefnt tog kúrvu,
enn er tog kúrvan no good nema að hafa snúninga á bakvið til að búa til hestöfl, þannig að tveir geta verið með alveg eins tog kúrvu þ.e
togið er alveg eins nema að annar er með það hærra í snúningsbandinu og ef maður reiknar það þá er sá að nota togið betur því að hann er að framleiða fleiri hestöfl.
ATH:
Allt hérna er rétt þannig að ekki halda að ég hafi vitlaust fyrir mér, ég er einfaldlega þreyttur á því að menn haldi að tog og hestöfl séu tveir aðskildir hlutir, hestöfl verða ekki til nema fyrir verk snúnings og togs,
>>> Hestöfl verða ekki til nema fyrir verk snúnings og togs,
Ekki halda að nú getið þið sagt. “Sko tog skiptir öllu máli”, en ef þið skoðið málið betur þá sjáið þið að tog er bara helmingurinn af formúlunni, hinn er snúningar, þess vegna getur 3000cc vél búið til 850hö í 19000rpm með einungins 234lbs-feet togi.
Njótið vel,
Ég minni menn aftur að ég skal og get svarað öllum tæknilegum spurningum í sambandi við tjúningar,
P.S : I know my shiznaz
Gunni
GST
E30 S50B30