Jæja, þetta er í annað skipti held ég sem ég skrifa um þetta en hef nú ekki fengið miklar undirtektir. Málið eru yfirvöld. Núna er mikil aukning í akstursíþróttum, nýjar greinar að koma upp og margt annað.

Mér finnst alveg til hábornar skammar og fátt pirrar mig eins mikið er þetta áhugaleysi yfirvalda. Það er ekkert gert til að hjálpa þeim sem eru að vinna góð störf í þróun þessara íþrótta hér á landi, á meðan er verið að byggja eitthver menningarsöfn um allt land, er ekki nóg af þessum málara skoffínum hérna?´Mér finnst allt í lagi að hjálpa fólki sem býr yfir listrænum hæfileikum en við hin eigum líka rétt á okkar skerf og ég trúi því af öllu hjarta að t.d. ef að við myndum láta alla ökunema taka kannski….3 hringi í auto-x braut og þeir fengu ekki prófið fyrr en þeir næðu vissum tíma þá myndi það hjálpa mikið til, viðbrögð og læra á bílinn og finna hvernig hann vinnur.

Er þetta kannski ekki nógu “menningarlegt”? Við erum hér með einstaka íþrótt, torfæruna, það er ekkert svipað til í heiminum, (jú kannski svipað en samt….) og hingað væri hægt að fá mun fleiri ferðamenn bara út á þetta. Hvað haldið þið að ferðist margir út af formúlunni hingað og þangað? Er þetta útaf því að það eru bara ungir strákar í þessu á töffara bílum? Það er einmitt ekki þannig, fullorðnir menn eru að fara á hausinn vegna áhugamálsins og eru að reyna að leggja allt í sölurnar fyrir íþróttina.

Svo eru það náttúrulega hálkubrautir. Það er ekki eitthvað “töffara dæmi”. Ég held að yfirvöld ættu að spara þessar auglýsingar og láta gera eina svoleiðis. Það myndi margfalt borga sig.

Eru eitthver comment sem þið hafið á þetta? Hafa yfirvöld gert eitthvað gott fyrir okkur akstursíþrótta(áhuga)menn?

Bílar eru líka menning!!!


P.s. Ég var ekki að segja að bílaíþróttir væru bara eitthvað “töffara dæmi”, heldur er ég að hafa eftir vissum alþingismanni/konu.
—————————-