Þar sem árið fer að líða undir lok er tilvalið að velja bíl ársins 2002 hér á Huga. Öllum gefst hér með tækifæri til að tilnefna bílana sem þeim finnst helst eiga skilið nafnbótina “Hugabíll ársins 2002”.
Hugmyndin er ekki að hafa þetta háalvarlegt en nokkrar grunnreglur þurfa þó að vera. Til að bíll komi til greina til tilnefningat þarf hann að uppfylla eftirtalin skilyrði:
1. Einungis nýir bílar koma til greina, þ.e. bíll sem kom fyrst árið 2001 eða fyrr kemur ekki til greina. Undantekning er ef eldri bíl er breytt verulega. Þannig eru t.d nýjar útfærslur af eldri bílum gjaldgengar.
2. Bíllinn þarf að vera í framleiðslu og sölu a.m.k. hluta af árinu 2002.
3. Bíllinn þarf að vera götulöglegur.
Athugið að bíll þarf ekki að vera fluttur inn til eða til á Íslandi sérstaklega til að koma til greina. Vafamál verða tekin fyrir hvert fyrir sig af stjórnendum áhugamálsins, en þeir munu einnig sjá um að fara yfir og telja tilnefningar og birta úrslitin.
Hverjum Huganotanda er heimilt að tilnefna 10 bíla. Tilnefningar sendast inn sem svar við þessari grein og skilafrestur er 1. des. 2002.
Öllum er heimilt að tjá sig í greinarsvörum, sem sagt það má gera meira en bara senda inn tilnefningar sem svör við þessari grein. Munið bara eftir góða skapinu!
Vinsamlegast EKKI velja “Láta höfund vita að honum hafi verið svarað” valkostinn þegar tilnefningar eru sendar inn! Annað gildir ef um skoðanaskipti eða þess háttar er að ræða, þá er í góðu lagi að nota þann valkost.
Kjörstaður er opinn!