Eins og þið hafi væntanlega tekið eftir þá er orðið verulega dimmt úti mestan part sólarhringsins.
Nú hefur maður böggast ansi oft útí umferðarráð sem mér finnst bara handónýtt apparat sem gerir ekkert nema það sem þeir halda að sé ætlast til af þeim.
Þetta er hópur fólks sem veit ekkert um umferð eða bíla og það hefur sýnt sig aftur og aftur í skrifum þeirra um umferðarmál.
Það er alltaf sama predikunin, of mikill hraði, notið nagladekk, ekki tala í síma á meðan þið keyrið, radarvarar eru fyrir glæpamenn og eitthvað fleira í þessum dúr.
Nú er vetrartími og hvað heyrir maður frá þeim, sama söngin aftur og aftur.
Ekki heyrir maður umferðarráð minna fólk á að sinna því sem mestu skipti á veturna -
Skafa af rúðunum og speglunum (ekki bara lítinn ferning, heldur allt).
Vera á góðum dekkjum í vetur og eðlilega á ónelgdu ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu.
Minna gangandi vegfarendur á mikilvægi endurskinsmerkja og skilda foreldra til að hafa skólabörn vel merkt.
Minna fólk á að athuga ljósabúnað bifreiða.
þetta er það sem skiptir máli. Það segir sig sjálft að maður ekur hægar í hálku. Þessi sífelldi áróður fyrir lægri hraða skilar nákvæmlega engu þar sem fólk keyrir eftir sem áður eftir því sem það telur sjálft vera réttann hraða.
Mér finnst ótrúlegt að maður heyri umferðarráð ekki reka áróður fyrir svo sjálfsögðum hlut sem það er að skólabörn séu vel endurskinsmerkt!!!
Svo finnst mér að það eigi hiklaust að stoppa og sekta fólk sem nennir ekki að skafa af rúðunum á bílnum á morgnana. Það er algjör hálfvitaháttur að aka af stað með frosið á öllum rúðum í svarta myrkri og þúsundir skólabarna á ferð í öllum hverfum borgarinnar!
Vonandi erum við góðar fyrirmyndir og sköfum vel af rúðunum og merkjum skólabörnin vel!