Mig langaði að brugga upp svona umræðu..
Silfurgrár 2002 BMW M5
BMW M5 er að mínu mati holdgerfingur hins fullkomna bíls. Jafnvel þótt að það séu til ennþá kraftmeiri og hraðskreiðari bílar þá er M5 fágaður, ruddalegur og praktískur allt í sama pakkanum.
Vélin í M5 er það lang skemmtilegasta við bílinn 5 lítrar, 8 strokkar í V lögun, 400 hestöfl (294KW) við 6600 snúninga. Snúningsátak vélarinnar er 500 Newton sem er meira en nóg til að varpa bílnum úr kyrrstöðu í hundrað kílómetra hraða á 5.3 sek.
Bíllinn er ótrúlega sparsamur miðað við að vera með 5 lítra vél eða 21 líter í innanbæjarakstri og ótrúlegir 9.8 lítrar á þjóðveginum… (Þess má geta að ég hef náð Subaru Justy með 1200rúmsentimetra vél niður í 6.5 lítra á þjóðvegi.) hehe
Hámarkshraði bílsins er 250 kílómetrar á klukkustund en það er ágætt til notkunar á hraðbrautinni milli Munchen í þýskalandi og Innsbruck sem er á grensunni í Austurríki. Ég hef keyrt þessa leið með bróður mínum á Ford Focus og var það einstaklega ánægjulegur akstur. Og gæti ég þess vegna ýmindað mér að það sé ennþá skemmtilegra á M5 :)
M5 er massífur og öruggur bíll ef til árekstrar kemur. Hann er búinn öflugu bremsukerfi og 8 loftpúðar inní bílnum tryggja öryggi farþega. Og ef að springur á dekki á miklum hraða heldur svokallað asymmetric hump kerfi dekkinu á felgunni svo bíllinn sé stöðugur á meðan hann er stöðvaður.
Útlit bílsins er með því fullkomnara sem ég hef séð í hönnun. Allt er gríðarlega stílhreint hvort sem litið er utan eða innan á bílinn.
Leðursætin er einstaklega þægileg og halda manni stöðugum hvort sem einhverjar tilraunir eru í gangi eða maður er að rúnta milli landshluta. :)
Að lokum þegar litið er á afturendan segja pústin fjögur að það sé ekki ætlast til þess að farið sé fram úr M5 nema með leyfi ökumannsins :)
Það sem ég væri persónulega til í væri M5 breyttur af Dinan eins og þessi <a href="http://www.cardomain.com/member_pages/view_page. pl?page_id=239325&make_type_query=make%3DBMW&model_bran d_query=model%3DM5&tree=BMW%20M5">Dinan M5</a>
Þá væri ég nokkurnvegin sett varðandi kraft hehe þótt að upprunalegur væri alveg nóg.
Ég myndi vilja setja smá græjur í hann.. Allt sama brand name t.d. Alpine. Tweetera, Miðju hátalara og kannski eitt 10 tommu 1000watta bassabox. Ekkert of ýkt bara gott sound.
Gaman væri líka að vera með grátt leður og þá meina ég alvöru leður :)
hmm hvað vantar þá.. já Súpermódel í farþegasætið. (´´,)