Þetta er svakalegt marketing shift hjá leikjaframleiðendum. Leikja “bransinn” snýst auðvitað bara um business og peninga eins hver annar bransi eða fyrirtæki.
Unglingar eru mest berskjaldaði markhópurinn. Þannig að auglýsa í inni í tölvuleikjum á eftir að verða mjög sterk tekjuöflun fyrir leikjaframleiðendur í framtíðinni.
Hvort sem að þetta fari í taugarnar á okkur eða ekki, eða hvort við hunsum þessar auglýsingar alfarið þá hefur þessi auglýsinga-aðferð samt sem áður áhrif á alla sem spila leikinn. Takmarkið hjá þeim er að koma þessum auglýsinum í undirmeðvitundina hjá okkur, sem er mjög þekkt og afkasta mikil aðferð til að ná til neytenda. Margar af snjöllustu auglýsingum heimsins hafa verið sérsmíðaðar af stórum hópi af sálfræðingum í samvinnu við markaðsfræðinga til að festa ýmis kennileiti í undirmeðvitundina okkar.
Kosturinn er kannski sá að þetta leiðir til margbreytni í tölvuleikjaheiminum. Fleiri minni leikjafyrirtæki koma fram sem geta nýtt sér þetta til fjáröflunar, sem þýðir fleiri nýjir leikir og stóru leikjafyrirtækin geta sett meira fjármagn í að framleiða leiki, sem þýðir fleira vinnufólk, betri aðstaða og búnaður, sem leiðir að lokum auðvitað til betri leikja en því miður með auglýsingum.
Persónulega finnst mér þessi auglýsinga aðferð frekar döpur fyrir leikja unnendur…. Það á að heilaþvo okkur enþá meira með auglýsingum. Það verður bráðum ekkert eftir í heiminum án auglýsinga… og það er á góðri leið með það.
Ef þeir ætla að fara að auglýsa á annað borð í þessum leikjum, þá mættu þeir frekar hafa 1-2 auglýsingar á skjánum á meðan tölvan er að hlaða inn borðum og hafa auglýsinga-fría spilun.