Nei en það er þar sem nýa score systemið kemur inn í BF2..
Nú ertu með fjórða score dálkinn undir TeamScore. Það er það sem þú færð fyrir teamwork, eins og að gera við skriðdreka eitthver annars, gefa félaga þínum skotfæri eða hjúkra að eitthverjum.
Afhverju ætti fólk að standa í því að hjúkra öðrum eða gera við skriðdreka þegar það getur verið að drepa fólk? Jú, af því sem ég hef lesið mig til um, þá færðu 2 í score fyrir tildæmis að heal-a eitthvern í stað þess að fá eitt score í að drepa einn mann. Þar sem þú færð fleiri stig fyrir það ýtir það undir teamplay..
Einnig færðu assist kill ef þú ert með eitthverjum í farartæki. Segjum sem svo að þú sért að fljúga blackhawk flutningar þyrlu, og félagi þinn á vélbyssuni hliðiná þyrluni nær að drepa eitthvern á jörðu niðri færð þú score fyrir það, eftir allt saman, hvernig hefði hann geta drepið manninn ef þú hefðir ekki verið að fljúga þyrluni? :P
Einnig má minnast á það að Commanderinn í Battlefield 2 fær sitt score frá teamscore-inu. Það er að segja, það fer eftir hversu vel hersveitirnar (squads) fara eftir þínum skipunum, og hversu vel þeim gengur að klára verkefni sín.
Kveðja
Jói