Það er tvennt sem að “böggar” mig við símnet serverinn.
Í fyrsta lagi: Þegar að ég er búin að loda upp nýju korti í BF þá kemur upp texti sem er eitthvað á þessa leið “ beware teamkill will be punished - admins are active” EKKERT GÆTI VERIÐ FJÆR SANLEIKANUM. Mönnum er EKKI refsað fyrir teamkill og admins eru EKKI virkir. Þar sem að votekick kerfið virkar bara alls ekki eins og staðan er, þá þarf að hafa admin á þessum serverum sem eru virkir, einhverjir sem geta án vandræða og með einni skipun sparkað mönnum. Ég legg til (ef að það er hægt) að einhverjir þroskaðir menn sem að spila mikið fái admin réttindi. Ég því legg til að 2 menn úr hvoru klani [FANTAR] og [89th] (Með fullri virðingu fyrir öðrum klönum, þá held ég að þetta séu tvö “þroskuðustu” klönin og með hæðstan meðalaldur)fái þessi réttindi. og ætla ég að leggja það til að eftirtaldir menn verði valdir:
[FANTUR] Skarpi
[FANTUR] Vondikall
[89th]GEN. AnyKey
[89th]LTD. Skarsnik
Og þá að hinu sem ég vildi ræða það eru stillingar á server, ég legg til að “free camera” verði gerð virk. Þetta gerir það að verkum að þegar menn deyja þá fá þeir svona “ghost” myndavél sem að þeir geta notað til að ferðast um kortið. Ef að þetta er EKKI í gangi þá skeður eftirfarandi þegar menn deyja, það kemur upp kross yfir líkinu þínu sem að færist svo og bendir nákvæmlega á þann sem að drap þig og gefur þér því upp staðsetningu hans. Gaman að vera leyniskytta ef að staðsetninga manns er gefin upp um leið og þú drepur einhvern.
Kveðja<br><br><img SRC="http://www.simnet.is/anykey/pic/Volrath1.jpg"