Ég hef spilað svolítið á Simnet Retail servernum og Fortress. En ég hef snúið mikið meir til útlanda og þá aðallega til Bretlands og Hollands í leit að serverum. Því málið er að þó að ég sé með smá meira ping þar þá virðist ég ekki lagga þar eins mikið og á íslensku serverunum og þá sérstaklega Simnet. Mig er farið að gruna að íslensku serverarnir séu ekki keyrðir á alveg nógu öflugum vélum, amk standist þessum erlendu ekki alveg snúning. Stundum lagga þessir íslensku alveg jafn mikið og 64 manna nVidia serverinn sem er þó helmingi stærri en t.d. Simnet. En vonandi að þetta lagist með Linux útgáfunni eða þá að vorir adminar finni út leiðir til að upgreida vélarnar. Annars er þetta góðir serverar að flestu leiti nema ég legg til að settur sé CTF á Fortress eða amk þessir bottar verði teknir út úr co-op. Og svo má hafa svona 2-3 round á hverju mappi eins og flestir erlendu serverarnir keyra. Eins og t.d. Berlín sem er svo stutt alltaf að maður er farinn að hlaða næsta kort eftir fimm mínútur.

Yours,
DrDeath
__________