Það eru nú sum af þessum borðum það leiðinleg að ég nenni varla að spila þau í eina umferð, hvað þá í tvær ;) ég legg hisvegar til að “game start Delay” verði aukið, upp í kanski 45 sec, lenti tildæmis í því í gær að ég var að spila stalingrad og ég og félagi minn spiluðum þjóðverja og báðir með ofurtölvur og hlöðum því kortunum hratt, og kortið byrjaði áður en að neinn annar var búin að hlaða því, og þessvegna höfðum við geðveikt forskot og vorum búnir að ná 2 flöggum af 3 og vorum á leið á það 3ja þegar flestir voru að koma inn, drápum þá og náðum flagginu og þar með var leikurinn búin. Get vel skilið að menn séu pirraðir yfir því að vera lengi að hlaða og fá svo bara að spila í 2 mín áður en að nýtt kort byrjar að hlaða aftur. Svo er líka spurning um að minka orta hringin og henda út “leiðinlegu” kortunum, en það sem mér finst leiðinlegt finst þér kanski skemtilegt. ;)
Kveðja
[89th]LTD. Volrath