Nú koma nokkrar vangaveltur frá mér um BF og skjálfta.
Ef BF væri settur á skjálfta, myndir þú spila hann?
Eins og margir vita þá er CS mest spilaði leikurinn á skjálfta og mín spurning er þessi: myndi BF komast in eða yrði hann bara þarna og enginn myndi spila hann?
Værir þú persónulega til í það að borga þig inn á skjálfta og svo væru bara 3-4 á servernum?
Þó svo að BF sé vinsæll núna, verður hann það að ári liðnu?
Og segjum svo að hann komist inn á skjálfta, mundu ekki allir bara fara í CS og spyrja hvorn annan “Hvað er Battlefield 1942? Kannski eitthvað nýtt mod?”
Og þið CS spilarar, eruð þið að fíla BF meira heldur en CS?

Mín persónulega skoðun er að ég held að BF komist ekki inn á skjálfta, en ég held samt að BF verði alveg drullu vinsæll og komist á topp 10 listann yfir Bestu MP leiki allra tima, ég meina leikurinn er SNILLD.

Vonandi gefiði mér einhver góð svör og ekki eitthvað “nei copy/paste hóran bara byrjuð að skrifa memememe”

Kv.
Tolkiennet