Í desember á að koma út aukapakki fyrir Battlefield 3 sem inniheldur ný vopn, farartæki og fjögur borð tekin úr Battlefield 2. Aukapakkinn á að kosta $15 en mun verða frír þeim sem pre-orderuðu leikinn.
Þetta er skammarlegt. Ég ákvað að pre-ordera BF3 ekki vegna þess að leikurinn var ókláraður og ég vildi ekki eyða 9k í tölvuleik sem myndi ekki standast væntingar mínar. BF3 er ennþá ókláraður. Squad systemið er í hassi, fjölmargir crasha þegar þeir spila leikinn og þrátt fyrir þrálát loforð DICE um að í BF3 yrðu risastór möpp ákváðu þeir að minnka möppin til þess að ná til COD spilara. Já, þrátt fyrir að BF3 sé ókláraður leikur voga DICE sér að gefa út aukapakka tæpum tveimur mánuðum eftir að leikurinn var gefinn út sem mun innihalda breytingar á leiknum sem öllum var lofað í upprunalegri gerð leiksins. Þeir voru búnir að hanna borðin í aukapakkanum áður en leikurinn kom út. Þetta er svipað og að kaupa 85% klárað málverk á 100% verði og síðan kaupa 15% sem vantar aukalega.
Svona fyrirtæki vil ég ekki stunda viðskipti við.