Nú er orðið langt um liðið síðann ég spilaði BF2 af fullum krafti eða rúmt eitt og hálft ár. ég spilaði fyrir TEK & oBy og var í Bf2combat tour 6-8 og hafði mjög gamann af þessu, svo fór tíminn frá og hafði ég ekki tíma til að spila og leikurinn fór alltaf lengra og lengra frá tölvuborðinu.

En núna fann ég hann inni skáp í grind með tölvu dótinu allveg á botninum…

en nú kem ég að tilgangi þráðsins.
Hugmynd mín er að endurlífga BF2 menningu íslands. ég get tekið þátt að stórum hluta ég ætla að opna Klan heimasíðu með spjallborði, kaupa Teamspeak eða Ventrilo server og hugsanlega unranked BF2 clan server sem mun vera hýstur á íslandi…

ég hinsvegar ætla ekki í þennan kostnað nema að ég viti að gamlir félagar nenni að koma og spila aftur þá meina ég ekki spila stanslaut í 2 vikur og hætt meira svona hittast 1-2 i viku spila og hafa gamann…

mér langar bara að heira í ykkur hljóðið hvað fynnst ykkur um þetta?