He he, jújú, við þurfum víst allir að fá að vera núbbar einhverntímann, og ég hef nú á tilfinningunni að mín frammistaða verði nú ekkert merkileg fyrst um sinn þegar ég byrja aftur. Það er svo langt síðan maður var að spila þetta að ég man t.d. eftir sitting duck að núbbast :þ
Ég las greinina og verð að segja að mér þikir hún bara ansi góð, og ég tek ofan fyrir þessum anti-tank gaurum, enda þótti mér það class alltaf lang-skemmtilegast, og einmitt í þessum tilgangi að laumast um og snipe'a tank'a.
Hinsvegar er ég ekki sammála þér með sniperinn að hann sé useless í skrimmum. Ég man nú ekki hverja við vorum að skrimma við þá, en hinn dugmikkli Stormsveitarmaður Leprosy var sniper allan leikinn og hirti gullið með einungis kill scores. Það var í Bulge (uppáhalds skriðdreka & infantry borðið mitt).
Sjálfum þótti mér samt skemmtilegra að vera engenieer, og action snipe'a, í cloce combat.
Enemy infantry sem ég man eftir að hafi staðið hvað mest í mér á sínum tíma voru þeir Hulio, Grimlock og Icemann nokkur sem reyndar assaultaði með bazookuna, skelfilegir fjandar.
Og vondi kallinn, hvernig gat ég gleymt honum. Hann sá ég stundum taka fáránlega snúninga í loftinu, varpa sprengjum einhvernveginn í skrúfusnúning og hitta skotmarkið dead on.
Hann var einnig mikið í því að fljúga á mann í staðinn fyrir að skjóta, sem varð einmitt kveikjan að því að maður fór að æfa sig í að skjóta flugvélar með anti-tank. Hinsvegar verð ég að seigja að í þau fáu skipti sem það tókst drapst maður sjálfur í aðgerðinni og var lagður í einelti í kjölfarið, enda þarf slíkur flugmaður ekkert að fara í návígi frekar en hann vill.