Ég hef hérna smá visku sem mig langar til að deila með ykkur.

Mér finnst það rosalega oft þegar gamlir bf42 spilendur eru að gagnrýna nýja battlefield leiki að þeir miði þá gjarnan við Bf'42 ,en við ættum að vera búnir að jafna okkur á að það kemur enginn leikur eins og Bf'42. Mín skoðun er einfaldlega sú að það er í sjálfum sér enginn leikur sem getur verið til samanburðar bf 42. Kannski einhver mod á borð við FH og DC sem eru á vissan hátt alveg sami leikurinn og BF 42.

Það hefur sannað sig að þegar nýjir leikir koma út eftir sama nafni t.d eins og cs og bf (kannski cod) að leikirnir verða allt öðru vísi og það eina sem þeir hafa sameiginlegt er nafnið. Og gamla kynslóðin verður bara hreinlega að dæma nýja leikinn út frá þeim gamla. Og í staðin kemur ný kynslóð (Sem ég kýs að kalla fermingar-kynslóð) sem hefur ekki gamla leikinn til að miða við og finnst leikurinn alveg ágætur.

Það sem ég er að reyna að benda á er að kannski næst þegar nýr bf leikur kemur út þá ættum við ekki að gera okkur svona mikklar væntingar til hans bara af því hann heitir Battlefield heldur kannski bara að prófa leikinn vitandi það að hann sé engann vegin samanburðar hæfur og bf42 og kannski sé hann alveg ágætur þótt hann toppi hann ekki.

Endilega kommentið þið á þetta. Ég skrifaði þennann kork örlítið til að halda koma með nýjann kork undir Bf42 og einnig líka eftir að ég las greinina hans Stjána (DEADMAN) um Bf 2142

Vona að þið fyrirgefið mér stafsetningar villu
[89th]Skelfur