Það er uppi hugmynd um að leigja server í bretlandi, hjá fyrirtækinu http://clanservers.multiplay.co.uk/ til að byrja með bara 16manna server.

Afhverju bara 16manna jú reynslan hefur sýnt að 64manna serverar sem settir hafa verið upp fyrir bf2 spilara hafa ekki verið nógu vel nýttir, fyrir utan það að það þurfti 10manns til að starta bardaga, það þarf bara 6 til að starta 16manna server.

Svo er það kostnaðurinn 16manna server kostar 35 pund (c.a. 5000kr), 64manna kostar 123pund (c.a. 16000kr), svo það er ágæt byrjun, svo þegar það er komin regla á hvernær spilarar hittast og fleiri splæsa a.m.k. 500kalli þá er forsenda komin fyrir því að stækka hann t.d. í 24manna eða meir, allavegana bara þeir sem leggja eitthvað til málanna hafa eitthvað að segja um hluti einsog hvaða kort verða spiluð o.s.f.

Það þýðir ekki að ekki að ef þú leggir 500kall í þetta að þú getir spilað hvaða kort sem þig langar hvernær sem er, það þýðir að þú hefur sama rétt og allir hinir sem lögðu inn sömu upphæð, os.f.

allavegana þetta er svona enn í mótun svo skapið umræðu ef þið hafið áhuga.

E.S. já og svo langar mig að koma upp spjallborði þar sem allir sem leggja í púkkið geta farið á og komið sér saman um hvaða kort og á hvaða tíma verða spiluð o.s.f. er með svæðið en vantar smá experties ennþá við að setja upp spjallborðið :/
...