ég er búinn að vera að finna fyrir mjög lélegu pingi erlendis síðustu vikur og virðist það ekki skipta máli hvar ég spila, og það er náttúrulega algjörlega tilgangslaust að hringja í þjónustuverið og spyrja afhverju.

allavegana ég vill vera hjá ISP þar sem pingið er best í US og UK, og ég er viss um að þetta tengist allt cantat viðgerðinni svo það væri gaman að fá infó frá öðrum sem eru t.d. hjá símanum eða vodafone um pingið hjá þeim.


ISP: Hive
Þjónustupakki: 12Mb/768kb (var 12Mb/1.5Mb þegar ég gerðist áskrifandi 1st)
Meðal Ping: US 180ms (var 120ms) UK 120ms (var 60-80ms) + rosalegir ping spikes uppí 300-550 undir sumum kringumstæðum.*

* Þetta er bara mín reynsla og þarf ekki að endurspegla annarra hjá sama ISP/Þjónustuleið
...