Eins og okkur er nú flestum ljóst þá er varla mikið eftir af BF1942 spilun hérlendis. Þar sem ég hef nú verið afskaplega þrjóskur frá fæðingu þá harðneita ég að viðurkenna mig sigraðann. Svo mín hugmynd liggur aðalega á bakvið það að endurnýja gömlu góðu dagana og fara nú að spila þennann sígilda leik aftur. þeð er aðeins eitt eða tvennt sem kemur í veg fyrir þessi kyngimögnuðu áform mín:
1. Það vantar innlendan server (að minni bestu vitund)
2. Ef fyrir einhverja æðislega tilviljun að við fáum nú upp server aftur þá er ekkert víst að fólk nenni að spila
Svo ég hef nokkrar spurningar til ykkar ágætu BF spilarar. Eruði ekki til í að marsera vígvellina aftur ef tækifæri gefst?