Ég vona svo sannarlega að þetta hafi verið grín hjá þér, hef aldrei séð jafn mikinn óþroska áður ef ég á að segja satt.
Þar sem ég er Counter-Strike spilari, eða nei. Spila marga leiki svo ég get ekkert sagt ég sé bara Counter-Strike spilari, fyrrverandi Battlefield 2 spilari líka og kippi í liminn af og til þegar ég nenni að setja hann upp (does someone remember me?) skal ég segja þér að svarið er F5.
Hinsvegar ef þig vantar hjálp aftur, þá er ég ekki að tala um geðræna hjálp eða hjálp með ókurteisina í þér geturu sent inn fyrirspurn á www.huga.is/hl, ekki hér -þar sem þetta er jú, www.hugi.is/bf ekki satt?
Sem stendur jú fyrir Battlefield :).
Umm.. Já, mig langar að ramba á að þú ert 10 til 11 ára gamall miðað við svörin frá þér og lætin sem eru algerlega óskiljanleg ef þú ert eldri, enda er þetta jú /bf ekki /hl og endilega ekkert fólk hér sem spila Counter-Strike.
Veistu, þetta er orðið þokkalega langt hjá mér, I rest my case.
Ps.
Ég hef væntanlega ekkert þakkað fyrir mig svo hérna er það officially.
Takk æðislega fyrir skemmtunina sem fylgdi Battlefield 2 strákar, sakna þess að fara á þoturnar og drita suma ykkar niður bókstaflega í stað þess að nota missiles hvort sem þið voruð fótgangandi, keyrandi eða fljúgandi :).
Vona að ég taki upp búninginn aftur og fari að láta sjá mig jafn sem ég vona að aðrir geri það og lífgi upp á Battlefield 2 saman.
Takk fyrir æðislega stundir, tek við skemmtilegum hugaskilaboðum ef einhver eru ;).