Núnú.. Nei Sjáðu til ég set letingja í sama flokk og Emo's. Fyrir mér eru letingjar fólk sem sest niður og grenjar útaf því að það getur ekki gert eitthvað sem þau geta þó samt alveg.
Yfirleitt er það skortur á sjálföryggi/trausti sem kemur í veg fyrir að fólk geti ekki eitthvað og leggst því niður í jörðina og skælir, svona eins og fjögur ára strákur sem nennir ekki úr pollagallanum þegar hann er kominn inn úr rigninguni.
Það sem mér finnst sorglegast við þessa “leti” þína er að þú nennir að skrifa rétt undir 90 orð hér á huga, með tilheyrandi músarnotkun, svo ekki sé minnst á að lesa það sem aðrir skrifa, og skæla yfir að þú vitir ekki hvar demo-ið af 1942 er, einungis til að sýna fávisku þína á internetinu, í stað þess að einfaldlega stimpla in “www.google.com” í vafrann hjá þér og þar stimpla inn “bf1942 demo” og styðja á “Leita”
Í stuttu máli sagt eyddirðu orku þinni í að stimpla in undir 90 orð hér á huga, einungis til að auglýsa hversu ókunnugur og nýr þú ert á internetinu, í stað þess að stimpla inn 5 orð í vafran hjá þér og fá niðurstöðunar strax.
Ég vona að þú farir nú að þroskast úr þessari “leti” þinni, eða jafnvel að hugsa þig um hvað þú gætir gert til að fá niðurstöðurnar strax í stað þess að reiða þig á aðra, í framtíðinni.
Læt ég þessar skammir nægja, og vona að ég sjái ekki svona óþarfa pósta hérna aftur, frá þér.
Kveðja
Jói