Þetta örugglega magnaða mod að koma út fyrir stuttu og er ég allavega búinn að hlakka til í mánuði eftir þessu.
En þar sem ég er með svo lélega tengingu þá er ég fá alveg niður í 20-40 kb/s (út af því að aðrir eru líka að nota routerinn) og ég nenni ekki að sofa með tölvuna í gangi því þá mun hún örugglega hljóma eins og díseltrukkur þegar ég vakna. Oooog þá dettur netið alltaf út þegar síminn hringir (þessi þráður ætti kannski frekar að vera í nöldur korknum) oooooggg þá er verið að taka húsið mitt í gegn og enginn nennir að gera neitt eða eru uppteknir í því.
En í stuttu máli, hvernig væri að koma þessu á íslenskt? :)
Bætt við 26. ágúst 2006 - 19:37
Já ég gleymdi einu, hérna heimasíða PoE:
http://www.pointofexistence.com/