Sæll.
Mod eru ekki einungis graffík replacements. Mod eru allsherjar breytingar á graffík, hljóð, kóðun og svo framvegis.
Sem dæmi: BF2 á að gerast í framtíðinni, með nútímatækni og þotum og þvíumlíkt. Hinnsvegar geturðu spilað moddið FH2 (Forgotten Hope 2), sem breytir þessum nútíma hernaði í seinni heimstyrjöldina, með viðeigandi borðum, vopnum, farartækjum og búnaði.
Þessvegna má segja að þegar þú kaupir BF2, ertu ekki bara að kaupa einn leik, heldur nokkra.
Nú þegar geturðu fengið moddið POE2, sem leyfir þér að spila Þýskaland og Úkraínu, að mig minnir rétt. Svo er PRMM sem heldur áfram með BF2 heiminn, nema hvað að PRMM er miklu raunverulegra og reyna að fá fólk til að spila meira í squads.
Vona að þetta skýrir eitthvað fyrir þér, en fyrir nánari skýringa á mod-um geturðu litið yfir greinina mína sem hann Steewen nefndi hér að ofan.
Kveðja
Jói