Ég myndi segja að tölvan mín sé nokkuð góð - 3.4 ghz, nVidia GeForce 6600GT 256 mb og 1024mb RAM.
Ég spila BF2 í mid-high eða high. Fpsið er oftast yfir 50 og í flugvél er það alveg 80-100. En stundum, oftast í flugvél eða þyrlu þá allt í einu stoppar leikurinn bara, hann bara frosnar, svo eftir nokkrar sekúndur byrjar hann aftur og maður flýgur í vatn/jörðina/byggingu o.þ.h.
Þetta gerist líka oft bara í eina, tvær sekúndur og ef ég er í dog-fight eða e-ð og missi þá af gaurnum eða klessi á og dey.
Veit einhver hvað er að? Ég er núna í kaffitíma í vinnunni svo að ég er ekki viss hvaða driver ég er með heima en ég held að það sé 84.21.