Jæja, ég var áðan að ná í þetta mod, 0.11 client reyndar, og þegar ég var búinn að ná í það þá opnaði ég dótið og og gerði allt sem beðið var um. Svo þegar ég ætla í hann ýti ég auðvitað á “Activate”, þá fer tölvan úr leiknum eins og hún á að gera, svo kemur svartur skjár en síðan aftur á desktopið og ekkert gerist.
Ég prófaði síðan að “unzipa” alla “zip” fælana, en aftur gerist það sama.
Veit einhver hvernig á að fara að þessu?
Og talandi um að fara aftur á desktopið, þá hef ég aldrei verið í vandræðum með það eins og sumir þannig að getur valla verið skjákortið.