svo er [I'm] ennþá með heimasíðu og forums
http://easy.go.is/imhome/index2.htm
04.02.05. nýjir félagar.
K-9 og Oller eru konir inn. Eru þetta fínustu spilarar þá erum við komir með feðga í liðið. þar sem Van helsing er faðir Oller. svo eru 2 á prufu tíma hjá okkur og eru það þeir Flugger sem áður spilaði með Víking, svo Jóki sem spilaði með Föntum hérna áður fyrr rétt eftir demoið og er það enn einn Akureyringurinn. [I'm] á leik á móti 89th á mánudag og verður þar hart barist. .
fleira er það ekki að sinni.
Hafið það gott.
18.01.05 - Gott gengi.-
Við í [I'm] höfum verið að skrimma þónokkuð undanfarið á móti erlendum og íslenskum liðum .. Erum taplausir í síðust viðreignum og höfum verið að rífa okkur uppúr flensunni:) svo má það nefna að K-9 er á trial hjá okkur og hefur staðið sig þónokkuð vel..
Við erum að spila í up north og förum svo að skella okkur á fullt þegar riðilinn endar í Clanbase.
Server okkar [I'm] manna er væntanlegur fyrir helgi og verður það stór búbót fyrir okkur því við höfum verið í server vanda málum .
Megi þið njóta góðs og dýrðar takk fyrir.
[I'm]cRuT!c^
12.01.05 - Vont getur orðið gott!-
Það sem er að frétta af okkur [I'm] meðlimum eru mannabreitingar.
Til að byrja með eru nokkrir hættir. Höfum við tekið nokkra inn ásamt því að nokkrir hafa snúið aftur á leik. Þar má nefna Eagle, Weasel, Faikus, Iceman, Undirko. Þeir Yankee og Sunshine eru brátt að ná á músini. Þeir sem komnir eru inn eru Van helsing. Druze. Primal. Grimlock og Piglover þetta eru allt þrusu spilarar og flestir þeirra með góða reynslu af Bf leiknum. einnig má nefna að sonur Van helsing sem kallar sig nú oll3r um þessar mundir hefur fengið trial, greinilegt hvar sonurinn lærði að spila leikinn!!.
Takk fyrir mig og eigið góðar stundir.
[I'm]cRuT!c^
21.05.04 -Fréttir með öllu nema hráum og sinnepi!-
Já, nú er næstum því mánuður liðinn síðan almenningur fékk síðast upplýsingar um hvað er á seyði hjá okkur og því er kominn tími á nýjan skammt.
Í fréttaskeyti sem fréttaritari okkar frá Vietnam, Phuck Yu Ho, sendi til okkar, er það helst að frétta að þaðan er ekkert að frétta! Kannski fyrir utan það að við töpuðum öðrum leik okkar í Clanbase laddernum, sem háður var 5. maí, gegn piltunum í Team Gamezone. Þeir voru vel að þeim sigri komnir en við munum nota sumarið til að fá fleiri leiki og mæta þeim í vígvellinum á ný, síðar meir. Eins og stendur erum við í 31. sæti.
Í Vanilla (1942) hafa hlutir hinsvegar verið að gerast. Þann 16. maí síðastliðinn börðumst við gegn DW í clanbase og unnum frækinn sigur, 427-249. Barist var í Midway og Market Garden og fleytti þessi sigur okkur upp í 16. sæti. Næsti leikur sem staðfestur hefur verið er 9. júní en við bíðum enn eftir svörum frá 2-3 klönum varðandi leiki á næstunni. Við ætlum okkur að sjálfsögðu hærra því að heyrst hefur að IG4U-mönnum sé orðið kalt þarna rétt fyrir neðan toppinn. Við munum því taka með okkur heitt kakó á brúsum og teppi en svefnpoka nennum við ekki að bera!
Fyrir þá sem ekki vita þá skein sólin skært á sjónvarpsstöðinni Popptíví, ekki alls fyrir löngu. Þá er ég ekki að tala um sólskin sem hægt er að stöðva með sólarolíu og gluggatjöldum, heldur Elvar “Sunshine” Guðmundsson, betur þekktan sem Quentin, eða bara Mr. T. Elvar lenti semsagt í fyrsta sæti í Sketchakeppni Popptíví og heyrst hefur að símtöl til Hollywood hafi stóraukist í höfuðstað Norðurlands, fiskiþorpinu Akureyri, að undanförnu!
Það hefur verið mikið um mannabreytingar að undanförnu. Enginn er þó farinn en í kjölfarið á vel heppnaðri auglýsingaherferð(þar sem Binni Jólasveinn var í aðalhlutverki sem Davíð Oddsson) fengum við allnokkrar umsóknir. Eftir miklar vangaveltur, klíkuskap, mútuþægni og barsmíðar, ákváðum við að taka inn í Vietnam deildina: Hallz, Slick og Smokey Johnson. Hallz og Slick voru uppaldir hjá TK-klaninu sáluga í Garðabænum en Smokey er fæddur í smáþorpinu Akureyri (Hvar annarsstaðar?!?)
Í 1942 deildina voru teknir inn: Bowfinger og Baldrick. Báðir eru þetta reyndir spilarar sem munu koma til með að auka enn á breyddina og fegurðina hér á bæ.
Þetta voru fréttir, frá fréttastofu I'm, fimmtudaginn 21. maí. Hér eftir auglýsingar fáum við að vita allt um veðrið á næstu dögum og svo þegar klukkuna vantar 15 mínútur í 9, munum við sýna kvikmyndina The Car that Wouldn't Start, eða bíllinn sem fór ekki í gang. Með aðalhlutverk fara Peter Thomas og Miranda Pluck, að ógleymdum Ingvari E. Sigurðssyni, sem fer með hlutverk stöðumælavarðarins sem reynist þó gera örlítið meira en það sem starf hans felur í sér. Fréttastofan verður svo aftur á ferðinni að mánuði liðnum, þangað til þá, veriði sæl.
-[I'm]Kim Larsen
——————————————————————————–
28.04.04 -Battlefield Vietnam!-
Jæja, loksins, loksins… fyrsti Clanbase leikurinn í Vietnam yfirstaðinn, og endaði hann með frækilegum sigri I'm manna! Keppt var á móti Europe's Elite, og voru þeir í 12. sæti í laddernum fyrir leikinn. Upprunalega átti skrimmið að vera 10 vs. 10, en vegna forfalla í báðum liðum var fallist á að spila bara 8 á móti 8. Spiluðum við möppin Flaming Dart og Reclaiming Hue, og eins og fyrr greindi frá, þá unnum við með 543 tickets gegn 32 þeirra EE manna. Næst á dagskrá er leikurinn gegn Team Gamezone og veit ég að margir bíða óþreyjufullir eftir þeim leik. Til hamingju strákar!
-[I'm]Jolinn
——————————————————————————–
05.04.04 -Nú verða sagðar fréttir…. aftur.-
Eins og flestir hafa kannski tekið eftir, hefur kannski ekki gengið allt of vel upp á síðkastið hjá I'm. Því hafa I'm menn ákveðið að draga sig í hlé og byrja að stunda Boccia af gríð og erg. Eða nei. Þrátt fyrir mótlætið gefum við ekki árar í bát, enda nóg að gera á næstunni, sem þýðir óhjákvæmilega að við fáum tækifæri til að bæta okkar hag. Við létum loksins eitthvað af því verða að redda okkur server, og verður hann kominn online innan nokkurra daga svo best sem ég veit. Það er gott. Auk þess hafa glöggir menn tekið eftir því að BF:Vietnam er kominn út, og hafa I'm menn ákveðið að færa sig að hluta út í þann leik. Við erum búinir að skrá okkur í Clanbase og erum við að skipuleggja okkar fyrsta leik á því sviði. Við erum auðvitað ekki, þrátt fyrir það, á þeim buxunum að yfirgefa '42, og hyggjumst berjast tvíefldir á tveimur vígvöllum í framtíðinni. Megi hún bera okkur gleði og glæsta sigra! (Ég fattaði upp á þessu sjálfur).
-[I'm]Jolinn
——————————————————————————–
22.03.04 -Nú verða sagðar fréttir-
Clanbase? já hefur gegnið frekar illa uppá síðkastið, og erum dottnir niður í 50 og eitthvað sæti, og ekki gengur betur í ClanbaseCUP þar sem við erum bara búnir að vinna 1, en tapa 3 þannig að ekki er útlitið bjart, en við höldum ótrauðir áfram. Þetta skírist kannski helst með því að þeir menn sem eru búinir að vera okkar helsta vörn, tóku upp á því að taka sér pásu frá leiknum í einhvern tíma, þannig að við erum búnir að vera frekar varnarlausir síðasta mánuðinn. Sem laustn við þessu vandamáli erum við búinir að ráða 3 nýja menn, en þeir eru [I'm]Moe fyrrverandi fantur, [I'm]R3bel áður jamma smoker, og svo bjartasta vonin [I'm]Your Father en það er maður sem kemur ferskur inn og bar nafnið Professor Einstein(IS) áður, við bjóðum þeim öllum hjartanlega velkomna í fjölskylduna, og ætlumst við til að þeir fari að hjálpa okkur við þau heimlistörf sem tilfalla.
-[I'm]Robin
——————————————————————————–
19.02.04 -Update…. aftur-
Jahá, alltaf nóg að gera hjá okkur í I'm. Við höfum auðvitað verið að spila á fullu í Clanbase og erum nú með 10/5 í Win/Lose ratio, og vorum einmitt að vinna French Krew núna í kvöld. Við erum því einhversstaðar á milli 40-30 sæti. Ekki alveg með það á hreinu, enda CB síðan niðri sem stendur. Nú á næstunni stefnum við að því að halda áfram að taka reglulega leiki í laddernum auk þess sem Clanbase Cup er að hefjast innan tíðar. Auk þess má nefna að Battlefield Vietnam á að koma út núna í mars, og eru eflaust einn eða tveir meðlimir I'm (eða fleiri ;D) sem bíða spenntir eftir honum.
-[I'm]Jolinn
——————————————————————————–
24.01.04 -Update-
Jæja, það kom loks að því að við töpuðum í Clanbase. Við vorum samt ekkert að svekkja okkur neitt (rosalega) yfir því og unnum barasta næsta leik daginn eftir og sitjum nú í 22. sæti. Annars er Smellur nú á næstu grösum og hyggst I'm senda lið þangað, og stefnum við auðvitað að því að gera okkar besta!
[I'm]Jolinn
——————————————————————————–
04.01.04 - * Iceman * gengin í raðir I'm-
Já við höfum fengið liðstyrk, hann * Iceman * hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur í I'm og bjóðum við hann hjartanlega velkominn og vonum að hann falli vel í kramið hjá okkur, en fyrir þá sem ekki þekkja (je right) þá er þetta maðurinn með rörið á öxlinni, sem er frægur fyrir að reyna koma á og kenna nýliðum sem og öðrum smá teamplay á Simnet, Good luck!
-[I'm]Robin Bongólíti
——————————————————————————–
31.12.03 -Takk fyrir árið!-
þökkum allt gamalt og gott á árinu sem er að líða, og megi nýja árið sem senn gengur í garð færa okkur farsæld og fleira svona rugl í þeim dúr!
-[I'm]Robin
——————————————————————————–
29.12.03 -Clanbase-
Í gærkveldi bárum við sigur úr býtum gegn þýska liðinu DaD, með 573 tickets gegn 181. Við erum nú í 30. sæti í “laddernum” og sitjum sáttir við okkar keip.
-[I'm]Jolinn
——————————————————————————–
17.12.03 -Ground Zero-
Halli er að koma suður núna um helgina og af því tilefni höfum við ákveðið að hittast niðri á Ground Zero klukkan 21:00 á laugardaginn (þann 20. des.), og vera kannski eitthvað frameftir. Það væri gaman að sjá sem flesta!
-[I'm]Jolinn
——————————————————————————–
15.12.03 -Enn um Clanbase-
Í kvöld kepptum við okkar annan Clanbase leik gegn Tékkneska klaninu Reborn og bárum við sigur úr býtum. Leikurinn var þó óvenju jafn og var eitt og annað sem hefði mátt fara betur hjá okkar mönnum, en lítið við því að gera núna annað en að læra af reynslunni og æfa, æfa, æfa! Við erum nú með 1119 stig og erum í 41. sæti. Ekki alslæmt það! Á föstudaginn er svo okkar þriðji Clanbase leikur gegn FTA hinum bresku í Kharkov og Wake (Vonumst eftir betra pingi þá því enn og aftur var pingið ekki beint okkur hliðhollt….). Já, og meðan ég man, þá unnum við okkar síðasta leik í Wararena og erum enn efstir í deildinni! Jeij fyrir því.
-[I'm]Jolinn
——————————————————————————–
13.12.03 -Clanbase-
Jæja, þá er fyrsta skrimmið okkar í Clanbase (gegn TGBF… ekki spyrja mig) yfirstaðið, og þrátt fyrir stjarnfræðilegt ping, jæja ok… fremur hátt ping, þá stóðu I'm menn uppi sem sigurvegarar. Við erum þá í 53. sæti eins og er með 1067 og ekki er hægt að kvarta yfir þessari innkomu okkar í Clanbase. Frekari upplýsingar (Screenshots) er að finna undir “Úrslit” tenglinum hér á síðunni okkar.
-[I'm]Jolinn
——————————————————————————–
[I'm]cRuT!c^