Hananú.. maður er víst þekktur eitthvað hérna.
Já kallin, ekkert mál.
Mod eru breytingar á viðkomandi leikjavél (Battlefield, Halflife, Unreal Tournament..) sem breytir þeim leik í aðra tímasetningu, staðsetningu eða jafnvel heim. Sem dæmi má nefna að Battlefield 1942 var fluttur inn í StarWars heimin með Galactic Conquest. Eve of Destruction sendi leikinn um 30 ár í framtíðina, í þykku skóga Vietnam. Á meðan er Forgotten Hope að beturumbæta Seinni Heimstyrjöldina með nýjum herum, farartækjum og stöðum.
Í stuttu máli má segja að mod sé nýr, yfirleitt frír, leikur í útgefni leikjavél.
Hvernig svona er sett upp og notað er annað mál.
Yfirleitt koma þessir fælar í .EXE formatti sem setur sig sjálft upp á réttan stað, ef hann er gefinn upp (yfirleitt bara þar sem leikurinn er uppsettur), og er tilbúinn til notkunar. Ef um manual uppsetningu er að ræða þá flækist málið. Ég fer ekki í það hérna eins og er :P
Hinnsvegar hvernig maður notar það, jahh. Ef að .EXE fællinn bjó ekki til shortcut fyrir moddið, þá er hægt að kveikja á því í Custom Game (BF42) eða Community (BF2), og smella á activate að mig minnir rétt. Annars er hægt að velja server-a í All Seeing Eye fyrir viðkomandi mod og Battlefield sér um að start-a mod-inu sjálft.
Vona að þetta skýrir eitthvað. Ég er allavega farinn að vinna að lokaverkefninu aftur :)
Kveðja
Jói