Já ástæðan fyrir þessum kork er mikill pirringur við að vera á serverum í BF2. Það sést greinilega að leikurinn hafi verið auglýstur aðeins og mikið.
Núna ætla ég að nefna nokkur dæmi sem sanna hvað meðalaldur spilara í BF2 hafa lækkað, bæði á Íslandi og í útlöndum.
Ef maður teamkillar þá segir reynslan manni að það eru yfir 80% líkur að manni verði punishað, þótt það skipti ekki miklu máli þá getur það pirrað þegar fólk punishar eftir óviljandi teamkill.
Ef maður nær rellu þegar margir eru að bíða þá er alveg bókað að einn eða fleiri standa fyrir manni, svo þgear maður ýtir á shift+w þá fær maður 1 eða fleiri teamkill + jafnmörg punish. Ég skil að fólk pirrist þegar það fær ekki relluna sína en þá er gott að líta á tvær megin reglur.
1. Ef gaurinn er n00bi þá hrapar hann fljótt aftur.
2. Það er meira skemmtilegt í leiknum heldur en þotur.
Annað vandamál sem er reyndar ekki nýtt er þegar fólk tekur bíl eða önnur tæki að þyrlum/þotum. Lítið hægt að gera í því nema að nota bara sömu taktík og allir aðrir þar sem enginn nennir að hlusta á mann þegar maður skammar viðkomandi.
Stat padding - núna bara síðast þegar ég var á íslenskum server tók ég eftir þessu. Fólk applyar til að vera commander, hoppar svo upp í næsta tæki og 10 sekúndum seinna þá ýtir það á “page up”. Svo er viðkomandi í 100% action allan bardagann, hunsar beiðni liðsfélaga um supply kassa, artillery, uav, skipun eða eitthvað annað og þjónustar bara sjálfum sér. Commander fær nefnilega 1 stig fyrir hvað sem hann gerir og í lokin á roundinu þá tvöfaldast stigin ef liðið hans vinnur.
Núna tekur maður líka eftir mun meira af fávitum sem teamkilla, láta eins og fífl eða gera eitthvað annað heimskulegt. Dæmi: Ég og Lappi vorum loksins búnir að fá þyrluna okkar í wake og næstum komnir á loft.. getiði hvað skeður .. koma þá ekki bíll keyrandi að okkur (liðsfélagi) og keyrði BEINT á okkur.. getiði aftur hvað skeður.. þyrlan sprakk í loft upp og ég fékk 2 teamkill + suicide.
Það hefur líka færst í öfgar fólk sem notfærir sér gallana í leiknum og rífur svo bara kjaft þegar mótspilarar/meðspilarar segja því að hætta þessu rugli. Dæmi: Bunny hopping. Það gengur út á að gaurinn hoppar og hoppar og hoppar því að þá er mun erfiðara að hitta hann, svo þegar óvinurinn er búinn með ammoið drepur bunny hopparinn hann, þetta var reyndar verra þegar bunny hoppararnir gátu skotið í loftinu.
Svo er líka hægt að kvarta undan hórunum, sem nauðga blackhawk, grenade launcher, bílum.. eiginlega bara til að campa hina í spað. Ég hef orðið vitni af GRIMMU campi þegar hitt liðið kom sér saman um að ná ekki loka flagginu, heldur sitja um mitt lið til að fá aðeins .. já bara aðeins fleiri stig.
Svo man ég ekki eftir meiru í augnablikinu, enda er ég í smá lægð.
Þetta sem ég nefndi, hefur komið fyrir oftar en 1 sinni og oftar en 2 sinnum, þetta skeður nánast alltaf! Voru mistök að setja stigakerfið í leikinn?
Svo smá pirringur í garð EA Games.
Ein saga af mér í Karkand. Hélt á C4 og sá tank í 5 metra fjarlægð, ætlaði að hoppa og setja c4 á hann þegar það rann upp fyrir mér að það var því miður ekki hægt lengur, svo að ég hljóp á eftir tankinum (sem var byrjaður að keyra áfram). Loksins þegar ég náði honum mundaði hann byssuna og skaut mig. Ég skil alveg að fólk geti ekki skotið í loftinu, en þetta er bara heimskulegt. Maður getur einu sinni ekki hoppað í skjól og ýtt á “KABOOM” takkann í loftinu.
Svo er líka mjög pirrandi hvað bílarnir geta hakkað þyrlurnar í sig. Meira að segja þegar þyrlan er yfir pallinum að fá hressingu, þá drepur bíllinn samt þyrluna.
Hvernig væri að EA réðu mann í vinnu sem vinnur við að spila leikinn og koma með úrbætur?
EA klúðruðu leiknum með lélegri umgjörð - en það má bæta það með betri menningu en í augnablikinu er það mjög erfitt út af því að meðalaldur spilara hefur lækkað um nokkur ár. Bf 1942 átti sýna svörtu sauði varðandi gameplay, en maður á samt sem áður góðar minningar frá leiknum.
Er Bf2 alveg dauður eða hvað? Það er nú alveg ágætt að vera inf í þessum leik.
Ekki kominn tími á góðan admin á bfnet sem væri í því að kicka fávitum, svo að aðrir gætu notið leiksins. Eða bara að láta símnet sjá um þetta?
Vonandi lagast ástandið eitthvað núna.. þótt að ég sjái ekki fram á mikla spilun á íslenskum serverum þá langar mig samt að koma með umræðu um þetta.
P.s. Muna gullnu regluna.